Frá og með laugardeginum mun heilbrigðisstarfsfólk í Suður-London leggja niður störf.
Um er að ræða meðlimi verkalýðsfélagsins GMB sem telur um 500.000 manns – mikið af þeim starfsfólk sjúkrahúsa í Suður-London. Samningaviðræður hafa ekkert gengið og því var þetta niðurstaðan: lagt verður niður störf í eina viku frá og með laugardeginum.
Verkfallið mun einnig ná til starfsmanna ISS á sjúkrahúsunum – en fjölmörg sjúkrahús í London, eins og annars staðar, hafa boðið út (e. outsourced) mikilvæg verkefni líkt og rekstur mötuneyta og þrif.
Verkfallsaðgerðin kemur í kjölfar sex daga verkfalls fyrr á árinu og mun verkalýðsfélagið einnig skipuleggja kröfugöngu að Downing stræti – þar sem forsætisráðherrar Bretlands búa.
Fulltrúi GMB í samningaviðræðunum segir að það eina sem þeim hefur verið boðið hingað til séu launahækkanir sem starfsfólkið hefði átt að fá fyrir mörgum árum síðan. Er krafan um mun hærri laun en það.
(Myndin tengist fréttini ekki beint)