Starfsfólk sjúkrahúsa í London fer í verkfall

Frá og með laugardeginum mun heilbrigðisstarfsfólk í Suður-London leggja niður störf.

Um er að ræða meðlimi verkalýðsfélagsins GMB sem telur um 500.000 manns – mikið af þeim starfsfólk sjúkrahúsa í Suður-London. Samningaviðræður hafa ekkert gengið og því var þetta niðurstaðan: lagt verður niður störf í eina viku frá og með laugardeginum.

Verkfallið mun einnig ná til starfsmanna ISS á sjúkrahúsunum – en fjölmörg sjúkrahús í London, eins og annars staðar, hafa boðið út (e. outsourced) mikilvæg verkefni líkt og rekstur mötuneyta og þrif.

Verkfallsaðgerðin kemur í kjölfar sex daga verkfalls fyrr á árinu og mun verkalýðsfélagið einnig skipuleggja kröfugöngu að Downing stræti – þar sem forsætisráðherrar Bretlands búa.

Fulltrúi GMB í samningaviðræðunum segir að það eina sem þeim hefur verið boðið hingað til séu launahækkanir sem starfsfólkið hefði átt að fá fyrir mörgum árum síðan. Er krafan um mun hærri laun en það.

(Myndin tengist fréttini ekki beint)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí