Þingið mun stoppa miklar launahækkanir

Þrátt fyrir varfærnisleg ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í hádegisfréttum og stuðning hennar fyrr í vikunni við lög um laun æðstu embættismanna, er ljóst að þingið mun stöðva fyrirhugaðar hækkanir samkvæmt þessum launum. Hækkanir verða ekki hærri en 66 þús. kr. á mann, sem var hámarkið í samningum við aðildarfélög ASÍ, BHM og BSRB.

Þetta mátti til dæmis heyra í vikulokunum þar sem Bjarkey Olsen þingmaður Vg og Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins voru meðal gesta. Þær voru báðar sannfærðar um að fyrirhugaðar hækkanir færu ekki í gegn. Það mátti heyra að málið hefur í raun verið afgreitt óformlega af þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Og þá skiptir í raun litlu máli hvað Katrín og ráðherrarnir segja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí