Verkfall á Sauðárkróki: „Þetta eru með þeim lægri launum sem þekkjast“

„Staðan er ekki nógu góð, það er bara ekkert að gerast,“ segir Halla Steinunn Tómasdóttir, trúnaðarmaður í sundlauginni á Sauðárkróki, en hún er ein af fjölmörgum starfsmönnum sveitarfélaga sem eru nú í verkföllum.

Halla segist vona að verkfallið verði ekki langt. „Maður vonar það en ef það er ekkert talað saman þá veit maður ekki. Það var enginn fundur í dag og stuttur fundur í gær. Staðan er ekki góð og sveitastjórnarmenn vilja fría sig ábyrgð, segja að sambandið sjái um þetta,“ segir Halla.

Hún telur kröfur starfsmanna vera frekar hófsamar. „Við viljum fá það sem er búið að semja um á almennum vinnumarkaði, að samningar gildu frá 1. janúar. Það vildi sambandið ekki, nema frá 1. apríl, þeir sögðu bara þvert nei. Þetta munar ekki nema 0,3 prósentum á hvern starfsmann. Bara 0,3 prósent, ekki 3 prósent,“ segir Halla.

Hún segir kjör starfsfólks í sundlaugum vera með þeim verri sem bjóðast á Íslandi. „Þetta eru með þeim lægri launum sem þekkjast,“ segir Halla. Að hennar sögn er mikill samhugur meðal þeirra sem eru nú í verkfalli á Sauðárkróki. „Það var samstöðufundur hérna í morgun, bæði leikskólinn, áhaldahúsið og veiturnar, starfsfólkið þar er í verkfalli. Það er mikill samhugur, það er alveg óhætt að segja það,“ segir Halla.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí