Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram frumvarp á þingi um að takmarka hækkanir til kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna við 2,5%. Þingmenn munu verða 1.380 kr., hækka um tæp 34 þús. kr. Forsætisráðherra hækkar upp í 2.532 þús. kr. eða um 62 þús. kr.
Það sem vekur athygli við þetta er að forsætisráðherra fær næstum því þakið í öðrum samningum, sem var 66 þús. kr. Þingmennirnir fá hins vegar mun minni hækkun.
Ef ríkisstjórnin hefði farið eftir öðrum samningum hefði þingfararkaupið hækkað í 1.412 þús. kr. Það var áður 54,5% af launum forsætisráðherra en hefði orðið 55,7% ef launajöfnunaráhrif flatrar krónutöluhækkunar hefði verið látin gilda.
Það er margir þingmenn með hærri laun en nemur þingfararkaupi. Þeir fá álag vegna setu í forsætisnefnd, fyrir formennsku eða varaformennsku í nefndum og fyrir að vera formenn flokka. Ef þingfararkaupið hefði verið hækkað um 66 þús. kr. hefðu þessar álagsgreiðslur hækkað hlutfallslega. Formenn stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráðherrar, hefðu þannig hækkað um 99 þús. kr. Laun þeirra eru í dag 81,7% af launum forsætisráðherra en hefðu orðið 83,5%.
Þetta kann að hafa spila inn í þessa ákvörðun að hækka laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna um 2,5% en ekki 66 þús. kr.