Wagnerliðar hætta för til Moskvu

Wagnerliðar undir forystu Jevgení Prigósjín hafa hætt för sinni til Moskvu, þegar um 200 kílómetrar voru enn til bograrinnar. Förin til Kreml hófst eftir Wagenr liðar tóku yfir höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don, þaðan sem aðgerðum í Úkraínu er stjórnað. Nú segir Prigósjín að Wagnerliðar muni halda til herbúða sinna við vígvöllinn í Úkraínu.

Samkvæmt fréttum talaði Aleksander Lukashenko, forseti Belarús,  Prigósjín ofan af uppreisn sinni, gegn loforði um að lífi Wagnerliða yrði hlíft.

Borgarstjóri Moskvu, Sergey Sobyanin, hafði hvatt borgarbúa til að halda sig innan dyra. Flugvél Putín forseta sást fljúga frá Vnukovo-flugvelli í Moskvu og stefna norðvestur, en talsmenn forsetans segja hann enn að störfum í Kreml. Wagnerliðar mættu engri andstöðu á leið sinni til Moskvu. Prigósjín hafði sagt að liðið myndi halda inn í Moskvu ef yfirstjórn rússneska hersins mætir ekki kröfum hann fyrr. Víða um Moskvu mátti sjá skriðdreka og varnargirðingar. En eftir samtal við talsmenn Lukashenko flautaði Prigósjín af.

Fyrir ári síðan voru um 50 þúsund manns í Wagnersveitunum. Um 20 þúsund þeirra hafa fallið í innrásinni í Úkraínu. Í rússneska hernum eru til samanburðar um 800 þúsund manns. Það er því vandséð að Prigósjín nái að knýja á um valdaskipti nema stór hluti hersins gangi til liðs við hann og mikilvægar stofnanir landsins snúist gegn Pútín, svo sem þjóðvarðliðið og öryggislögreglan.

Prigósjín hefur gagnrýnt yfirstjórn hersins fyrir að sækja ekki fram að meiri hörku og ákveðni, svo þessi uppreisn er ekki til að knýja á um frið eða viðræðum um vopnahlé, heldur þvert á móti.

Við ræddum við Albert Jónsson fyrrum sendiherra um stöðuna í morgun. Hann taldi sig ekki sjá hvernig þetta endar, ekki frekar en aðrir, en var fremur á því að valdaránstilraunin myndi fjara út á næstu klukkutímum.

Sjá má og heyra viðtalið hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí