15 drepnir í skotárásum á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna

Maður í Fíladelfíu í Bandaríkjunum skaut fimm til bana og særði tvo unga drengi í dag. Í Texas, nánar tiltekið Fort Worth, átti sér stað skotárás þar sem þrír létu lífið, og átta særðust. Í Chicago létust 5 og a.m.k. 33 særðust í skotárásum.

Yfirvöld í Kansas tilkynna einnig að 11 voru alvarlega særðir eftir að maður hóf skotárás inní næturklúbb í Witchita.

Rannsóknir hafa sýnt að 4. júlí sé einn hættulegasti dagur ársins þegar kemur að skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásin í Fíladefíu var 29. fjöldamorðið í ár – sem gerir það að verkum að borgin er í fyrsta sæti yfir fjölda fjöldamorða í Bandaríkjunum á árinu.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf út stutta tilkynningu frá Hvíta húsinu þar sem hann fordæmdi þetta ofbeldi. Hann hvatti fólk til að syrgja þá látnu, ásamt því að hann kallaði eftir banni á sölu hríðskotabyssa, eins og notaðar voru í árásunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí