Trump leiðir í könnunum vestra

Donald Trump hefur þriggja prósentustiga forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í nýrri könnun um stuðning við forsetaframbjóðendur vestanhafs. Trump mælist með stuðning 46 prósenta þeirra sem svöruðu könnuninni á meðan að Biden mælist með 43 prósenta stuðning. 

Könnunin var framkvæmt af Emerson Colleg skoðanakönnunar sjóðnum. Miðað við síðustu könnun, sem framkvæmd var fyrr í mánuðinum, hefur fylgi við Biden lækkað eilítið eða um 2 prósentustig. Stuðningur við Trump mælist sá sami og í síðustu könnun. 

Við framkvæmd könnunarinnar voru svarendur sem sögðust vera óákveðnir spurðir frekar og beðnir um að velja frambjóðanda. Þá hækkaði stuðningur við Trump upp í 51 prósent en stuðningur við Biden upp í 48 prósent, svo munur milli þeirra tveggja hélst sá sami. 

Þegar spurt var um hugsanlegan stuðning við óháða frambjóðendur, það er frambjóðendur sem ekki færu fram fyrir Demókrataflokkinn eða Repúblikanaflokkinn, féll stuðningur við báða frambjóðendur, í tilfelli Trump niður í 44 prósent en í tilfelli Biden niður í 40 prósent. 

Robert F. Kennedy mældist þá með 8 prósenta stuðning, 1 prósent sagðist styðja Cornel West og 8 prósent til viðbótar svöruðu því áfram að þau væru óákveðin. 

Meðal málefna sem svarendur settu á oddinn voru efnahagsmál og innflytjendamál þau málefni sem oftast voru nefnd. Þegar svarendur voru beðnir um að tilgreina sérstök efnahagsmál nefndu 70 prósent þeirra hækkandi framfærslukostnað. Þeir sem hafa áhyggjur af því eru líklegri til að styðja Trump heldur en biden, svo töluverðu munar. 

Þá var spurt um árásarstríð Ísraela á Gaza einnig. Alls sögðu 44 prósent svarenda að þeir teldu að ekki væri verið að segja alla söguna þegar kæmi að stríðsrekstrinum. Meðal þeirra sem telja sig vera að fá alla söguna nýtur Biden töluverðs stuðnings en þeir sem telja að svo sé ekki styðja Trump í meira mæli. 

Könnunin fór fram dagana 16.-17. apríl og svöruðu 1.308 skráðir kjósendur henni. Vikmörk voru 2,6 prósent svo að forysta Trump er tölfræðilega marktæk. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí