Trump hleður lofi á Orbán – „Enginn betri, snjallari eða betri leiðtogi“

„Það er enginn betri, snjallari eða betri leiðtogi en Viktor Orbán. Hann er stórkostlegur,“ sagði Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegur forsetakandídat Republikanaflokksins síðastliðið föstudagskvöld. Tilefnið var að að Trump hafði boðið hægri popúlistanum Orbán í heimsókn á Mar-a-Lago setur sitt í Flórída, til fundar auk þess sem hann fór með forsætisráðherran ungverska á tónleika. 

Trump lýsti þessum mannkostum Orbáns fyrir hópi fólks sem sótti tónleikana, sem voru tónleikar þar sem spiluð voru lög Bitlanna og Rolling Stones, meðal annara. Trump bætti við að Orbán væri óumdeildur, hann væri leiðtoginn. „Í Evrópu og um allan heim er hann virtur.“

Eftir því sem CNN hefur eftir heimildum var efni fundarins óformlegt spjall án dagskrár. Var fundinum lýst sem vinalegum og ýjaði Trump sjálfur að því að hann og Orbán hefðu haldið sambandi frá því að Trump lét af embætti forseta. Eftir því sem næst verður komist sóttist Orbán eftir fundinum. Hins vegar mun hann ekki hafa sóst eftir fundi með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og að því er embættismenn í Hvíta húsinu segja var honum ekki boðið til slíks fundar á meðan á vikulöngu ferðalagi hans stóð. 

Biden lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni að fundur Orbáns og Trump væri áhyggjuefni. Á kosningafundi í Pensylvaníu spurði hann fundargesti hvort þeir vissu með hverjum Trump væri að funda. „Orbán frá Ungverjalandi, sem lýsti því að hann teldi lýðræði ekki virka, hann stefnir á einræði. Það er maðurinn sem hann [Trump] er að funda með. Ég sé fyrir mér framtíð þar sem við verjum lýðræðið, en gröfum ekki undan því.“

Orbán virðist hafa verið hinn kátasti með heimsóknina til Trump. Á Instagram síðu sinni birti hann myndbönd af þeim félögum saman þar sem vel fer á með þeim. Í sama myndbandi má sjá klippur af Trump með öðrum stjórnlyndissinnuðum hægrimönnum, á borð við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Vladimir Pútín Rússlandsforseta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí