Segir Trump of heimskan til að verða einræðisherra

Donald Trump skortir gáfur til að stýra með einræðistilburðum. Þetta segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, John Bolton. 

Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump á árunum 2018 til 2019. Í viðtali við frönsku fréttastofuna Le Figaro, sem birtist á Skírdag, var Bolton spurður hvort hann teldi Trump hafa tilhneigingu til einræðistilburða. „Hann er of heimskur,“ svaraði Bolton.

Spurning blaðamanns Le Figaro hefur væntanlega verið lögð fram meðal annars í tilefni af fundi Trumps á dögunum með ungverska forsætisráðherranum Viktor Orbán, sem Samstöðin sagði frá. Orbán er þjóðernis popúlisti sem hefur á síðustu árum verið sakaður um að sífellt aukna einræðistilburði í stjórnarháttum sínum. Trump hlóð þá lofi á Orbán og er það ekki í fyrsta skipti sem hann hefur gert slíkt hið sama þegar kemur að einræðisherrum og popúlískum stjórnarherrum. Meðal þeirra eru Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping forseti Kína.

Trump lýsti því raunar við Fox fréttastofuna í desember síðastliðnum að hann myndi ekki misnota völd sín og haga sér eins og einræðisherra, „nema á fyrsta degi í embætti“. Beðinn um að skýra hvað hann ætti við sagði Trump að hann hyggðist loka landamærum Bandaríkjanna og „bora, bora, bora“ og var þar að vísa til olíu. 

Trump hefur þá hótað því að draga Bandaríkin úr NATO og sömuleiðis að koma ekki bandalagsþjóðum til hjálpar, auki þau ekki útgjöld sín til hernaðarmála. Hann lýsti því til að mynda að hann myndi hvetja Vladimir Putín Rússlandsforseta til að gera “hvern fjandann sem hann vilji” í þeim NATO-ríkjum sem ekki veiti yfir tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til hernaðarmála. 

Bolton sagði í viðtalinu við Le Figaro að það væri „mjög líklegt að Trump myndi yfirgefa NATO ef hann verður endurkjörinn“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí