2500 hafa rekið Bjarna Benediktsson

Yfir 2.500 manns hafa nú skrifað undir uppsagnarbréf til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, á síðu á vegum andófshópsins Við, fólkið í landinu. Á síðunni eru þessar ástæður gefnar upp: „Þú seldir vinum þínum eigur okkar á allt of lágu verði. Þér var treyst en þú ert ekki traustsins verður. Þú ert rekinn sem fjármálaráðherra. Gangi þér vel að finna aðra vinnu.“

Síðan var opnuð fyrir helgina í kjölfar frétta um Lindarhvolsskýrsluna, þar sem Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi, kemst að þeirri niðurstöðu að eignir ríkisins hafi verið seldar á undirverði. Og í kjölfar skýrslu fjármálaeftirlitsins um söluna á Íslandsbanka, þar sem kom fram að þar voru lög brotin. Þar áður hafði ríkisendurskoðun komist að því að Bankasýslan, sem Bjarni fól að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka, hafi ekki haft neina burði til að sinna því verkefni.

Allir yfirmenn Íslandsbanka sem komu að sölu bréfanna í bankanum og hálf stjórnin hefur sagt af sér og boðað hefur verið að Bankasýslan verði lögð niður. En Bjarni hefur hafnað því að hann beri ábyrgð á sölunni þótt Alþingi hafi falið honum að selja bréfin.

Í könnunum hefur komið fram að 83% landsmanna eru ósátt við söluna á Íslandsbanka og aðeins 7% ánægð með hvernig staðið var að málum. Merkja má vatnaskil í stjórnmálum við fréttir af útboðinu fyrir rúmu ári. Eftir þær féll traust almennings á ríkisstjórninni, einstökum ráðherrum og ríkisstjórnarflokkunum og það hefur fallið jafnt og þétt síðan.

Hér má reka Bjarna: Þú ert rekinn Bjarni

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí