„Að fara inn á elliheimili og tala íslensku er til of mikils að ætlast“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir að íslenska sé einfaldlega að deyja. Í færslu sem hann birtir á Facebook segir Bubbi að ekki nóg með að Íslendingar geti ekki lengur gert sig skiljanlega á móðurmálinu á veitingastöðum þá sama uppi á tengingnum á elliheimilum landsins. Bubbi segir að það sé ekki við fólkið sem starfar á elliheimilum að sakast en þrátt fyrir það kærir hann sig ekki um að þurfa að tala ensku á elliheimilunum þegar að því kemur.

„Að fara inn á elliheimili og tala íslensku er til of mikils að ætlast. Íslenskan er að hverfa á matsölustöðum, en hún er líka að hverfa á elliheimilum, þar sem heimilisfólk skilur ekki fólkið sem er að annast það. Hún er að hverfa úr sjúkrahúsum þar sem sama er uppi á teningnum,“ skrifar Bubbi.

Hann segir þetta einfaldlega kalla á hamfarir fyrir Ísland. „Hún er nánast ekki sjáanleg á auglýsingaskiltum í borginni, þar sem enskan ræður ríkjum. Móðurmálið mitt dugar mér ekki lengur í móðurlandinu, ef ég vil fara út að borða. Og mig langar ekki að tala ensku á elliheimilinu þegar að því kemur. Ég er ekki að bölva fólkinu sem vinnur sín störf, þökk sé þeim, en ef íslenskan er ekki gjaldgeng á Íslandi, þá hefur eitthvað hræðilegt gerst. Eitthvað sem má kalla hamfarir. Annars er ég góður,“ segir Bubbi.

Bubbi Morthens var gestur í Helgi-spjalli við Rauða borðið nýverið. Það viðtal má sjá hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí