Egill, Bubbi og Bó segja Gústa B, Prettyboitjokko og Gumma kíró hallærislega efnishyggjumenn

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og fagurkeri, lætur sér fátt óviðkomandi. Þó að skrif hans fjalli oftast um bækur eða stjórnmál, þá beinir hann nú sjónum sínum að því hvort þrír ákveðnir menn séu púkó eða smart. Þrátt fyrir að mennirnir þrír séu nær daglega í fjölmiðlum þá er líklegt að flestir Íslendingar kannist ekki við þá, í fljótu bragði í það minnsta. Myndir af þeim má sjá hér neðst fyrir neðan.

Þetta eru þeir Gústi B, sem er ungur tónlistarmaður, leikari og plötusnúður;  Prettyboitjokko, Patrik Snær Atlason, tónlistarmaður og afabarn Helga í Góu; og svo Gummi kíró, sem er kírópraktor. Allir þrír eiga það sameiginlegt að hafa stært sig af því nýlega að hafa keypt dýra merkjavöru. Egill Helgason segir það eins hallærislegt og það gerist.

„Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svona lagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja? Ég man þá tíð að svona hefði þótt alveg innilega ófínt. En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki,“ skrifar Egill á Facebook.

Það er ljóst að Egill er ekki einn um  þessa skoðun því lækin telja á sjötta hundrað á stuttum tíma. Það sem verra er fyrir þremenningana er að nokkur fjöldi manna, sem segja má að flestir landsmenn þekki, er sammála Agli.

„Úrkynjun,“ skrifar Pálmi Gestsson, best þekktur úr Spaugstofunni. Björgvin Halldórsson tónlistarmaður segir hann of harðan: „Öryggisleysi Pálmi,“ skrifar Bó og bætir svo við: „Endalaus sjálfshátíð“. Bubbi Morthens tekur einnig undir með Agli og skrifar: „Umbúðir ekkert innihald“.

Óttarr Proppé, tónlistarmaður og fyrrverandi ráðherra, telur að fréttir af þessum mönnum séu ekki sjálfsprottnar. „Ég gef mér að þetta sé sá hluti fjölmiðlaafurða sem byggir á aðsendu efni utan úr bæ, lítt ritskoðuðu. Mögulega er hér komið merki um að við menningarmafían þurfum að herða oss og vera duglegri við að framleiða hágæða’kontent’ handa miðlunum til að lyfta gæðum umræðunnar. Allir í bátana! ,“ skrifar Óttar.

Egill virðist sammála þessu en hann skrifar í athugasemd: „Málið er ekki síst að þessi ósköp blandast saman við alvörufréttir á helstu fréttamiðlunum, Vísi og Mbl, svo maður getur varla forðast það.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí