Fran Drescher með eldræðu gegn Hollywood stúdíóum vegna verkfallsins

Fran Drescher, best þekkt sem leikkona The Nanny, hélt í gær eldræðu gegn Hollywood stúdíóunum til stuðnings leikurum sem eru nú í verkfalli þar ytra. Ræðan hefur vakið mikla athygli, en fæstir voru meðvitaðir um að leikkonan væri í forsvari fyrir Sag-Aftra, sem er stærsta verkalýðsfélag leikara í Hollywood.

Í gær var tilkynnt að 160.000 meðlimir Sag-Aftra myndu taka þátt í verkfalli handritshöfunda, Writers Guild of America, í Bandaríkjunum, sem gerir þetta að stærsta verkfalli í Hollywood síðan að síðast þegar bæði verkalýðsfélögin fóru í verkfall árið 1960.

Í ræðunni segir Drescher stúdíóin meðal annars vera „ógeðsleg“ fyrir að gefa forstjórum sínum hundruði milljóna dollara, á sama tíma og þau væru tapandi pening vinstri hægri. Hún benti einnig á að viðskiptamódel þeirra hefði gjörbreyst, meðal annars vegna streymisfyrirtækja og gervigreindar, en hið nýja módel kæmi fram við leikara af mikilli óvirðingu.

Einnig benti hún á að það sem væri að gerast fyrir leikara í Hollywood væri að gerast í öllum iðnaðargreinum, að Wall Street græðgin sé látin ráða ferðinni, á meðan að þeir sem halda maskínunni gangandi sé alfarið gleymt. Hún segir forstjórunum að skammast sín á sama tíma og að þeir sem nú séu í verkfalli séu réttum megin í sögunni.

Í viðtali við Vulture aŕið 2017 lýsti Fran Drescher sér sem and-kapítalista.

Ræðuna má sjá hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí