Fréttaflutningur af dauða Sinead O’Connor gagnrýndur fyrir að minnast ekki á að hún var múslimi

Írska tónlistarkonan Sinead O’Connor lést í gær, eins og flestum ætti nú að vera kunnugt um. En fréttaflutningur af andláti hennar hefur verið mikill bæði í gær og í dag, sem og sorgarkveðjur frá hinum gríðarlega mörgu aðdáendum hennar á samfélagsmiðlum. Ljóst er að þessi einstaka baráttu- og söngkona á sérstakan stað í hjörtum margra um allan heim.

Hinsvegar, þá hafa múslímskir aðdáendur hennar í síauknum mæli vakið athygli á þeirri staðreynd að vestrænn fréttaflutningur af andláti söngkonunnar virðist í alltof mörgum tilvikum sleppa einni mikilvægri staðreynd um þessa dáðu tónlistarkonu: að hún var múslimi.

Sinead O’Connor tók upp Islamstrú árið 2018. Hún tilkynnti þetta á sínum tíma á Twitter, en þar sagði hún:

“This is to announce that I am proud to have become a Muslim. This is the natural conclusion of any intelligent theologian‘s journey. All scripture study leads to Islam. Which makes all other scriptures redundant,”

Í kjölfarið tók hún upp nafnið Shuhada’ Davitt, sem hún breytti síðar í Shuhada Sadaqat. Hún hélt þó áfram að nota Sinead O’Connor sem listamannsnafn.

Fjölmargir múslímskir aðdáendur hennar hafa gagnrýnt þetta á samfélagsmiðlum í dag. En þeir benda meðal annars á að, fyrir utan að margir fréttamiðlar sleppa hreinlega að minnast á þá staðreynd að hún var múslimi, þá virðast sárafáir fréttamiðlar birta mynd af henni með hijab.

Vilja sumir gagnrýnendur ganga svo langt að saka fréttamiðlana um að sverta minningu hennar og persónu með þessu, en Islamstrú var stór og mikilvægur þáttur af samsemd hennar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí