Heilbrigði barna í Bretlandi hríðversnar vegna fátæktar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem framkvæmd var af samtökum skólahjúkrunarfræðinga í Bretlandi SAPHNA (School and Public Health Nurses Association), þá hafa 65% hjúkrunarfræðinga í skólum tekið eftir versnandi heilbrigði barna. Er þetta beinlínis tengt versnandi lífskjörum fólks síðustu ár.

Könnunin leiðir í ljós að mikill meirihluti heilbrigðisstarfsfólks í skólum hefur tekið eftir að börn hafi minni orku en áður, ásamt því að börn séu ekki eins vel nærð. 80% svaranda voru sammála því að tannheilsa barna sé búin að versna til muna.

Niðurstöður þessarar könnunar koma heim og saman við hina svokölluðu Broken Plate skýrslu frá því fyrr á árinu, en sú rannsókn komst að þeirri niðurstöðu að börn í Bretlandi eru að meðaltali mun lágvaxnari en börn í öðrum Evrópulöndum, og að ástæðan fyrir því sé skortur á næringu vegna versnandi lífsskilyrða síðustu ár.

Ýmis heilbrigðis- og menntamála samtök í Bretlandi hafa tekið sig saman í herferð að nafni Leave No Child Behind, sem krefst þess að öllum börnum verði gefinn matur í skólum að kostnaðarlausu. 94% heilbrigðisstarfsfólks er sammála því, samkvæmt þessari skoðanakönnun, ásamt því að tölur hafa endurtekið sýnt að yfirgnæfandi meirihluti almennings í Bretlandi sé einnig sammála því að öllum börnum ætti að vera gefin frír matur í skólum. Fulltrúar þessarar herferðar afhentu opið bréf til forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, 29. júní. 240 samtök, og 90.000 einstaklingar skrifuðu undir bréfið til stuðnings.

Samkvæmt áðurnefndri Broken Plate skýrslu var 17% aukning á heimilum sem ekki hefðu efni á mat í Bretlandi á síðasta ári.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí