Helstu hagfræðingar heims kalla eftir aðgerðum gegn ójöfnuði

Yfir 200 helstu hagfræðingar heims, frá 62 löndum, hafa skrifað undir bréf til António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Ajay Banga, forseta Alþjóðabankans, þar sem þeir kalla eftir aðgerðum gegn ójöfnuði. Í bréfinu benda þeir á að ef ekki er gripið í taumana þá stefnir í óefni, bæði þegar kemur að loftslagsbreytingum og fátækt í heiminum.

Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-Moon, fyrrum forsætisráðherra Nýja Sjálands Helen Clark, ásamt hagfræðingunum Jayati Gosh, Joseph Stiglitz og Thomas Piketty.

Bréfið bendir á að aðgerða er þörf, ekki síst í ljósi Covid faraldursins, en hann hafði mun verri áhrif á hin fátæku en hin ríku. Samkvæmt hagfræðingunum, þá eru þær aðgerðir sem nú er stefnt að – sem miða að því að auka tekjur hinna fátækustu 40% – ófullnægjandi þar sem að þær taka ekki tillit til risa vaxtarins í tekjum hinna allra ríkustu. Þar af leiðandi er vaxandi ójöfnuður vandamál sem er að mestu leyti hunsað samkvæmt þeim.

Bréfið kallar því eftir betri mælingum á ójöfnuði, ásamt metnaðarfyllri aðgerðum til að takast á við vandann. Það bendir á að hin ríkustu 10% taka til sín 52% af öllum auði í heiminum, á meðan að fátækasti helmingur mannkyns tekur til sín einungis 8,5%. Milljarðir manna lifa einnig við hryllileg skilyrði, á meðan að milljarðamæringar heimsins hafa tvöfaldast á síðasta áratug.

Að lokum segir bréfið að ójöfnuður spillir stjórnmálum, eyðir trausti í samfélaginu, og grefur undan öllum aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

Hér má lesa bréfið: Open Letter to the United Nations Secretary-General and President of the World Bank-Setting Serious Goals to Combat Inequality

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí