Hvorki brauð né grjón á hjúkrunarheimilinu

Vistmaður hjúkrunarheimili Eirar, á Hömrum í Mosfellsbæ, segir að maturinn á stofnuninni sé óviðunandi. Ástandið versni dag frá degi. Nú sé svo komið að starfsfólk þurfi að koma með eigi  hráefni að heiman ef sjóða á hafragraut.

Lárus Haukur Jónsson, vistmaður á Hömrum, birtir facebook-færslu um ástandið í matarmálum heimiilsins.

„Þeir eru að senda Hömrum mat sem er búið að vera lélegt en samt allt í lagi,“ skrifar hann um Eir. „En núna fáum við ekki AB mjólk, fáum ekki brauð og fl… og svo er starfsfólkið að koma með að heiman svo að við getum fengið hafragraut,“ skrifar Lárus Haukur á facebook.

„Það er ekkert til og ég skil ekki í Mosfellsbæ,“ segir hann ennfremur og hafa fb-vinir Lárusar Hauks hrósað honum að stíga fram og segja frá.

„Ég hef alltaf verið svo montinn að vera frá Mosfellsbæ en núna er svo komið að ég dauðskammast mín fyrir það.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí