Fátæk börn hafa ekki efni á að fara í afmæli á Íslandi

Fjárhagsstaða einhleypra foreldra á vinnumarkaði er verst þegar allir hópar samfélagsins eru skoðaðir. Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum eiga erfitt með að ná endum saman og býr fjórðungur einhleypra foreldra við fátækt.

Þetta kemur fram í nýju tölublaði hjá Sameyki þar sem vitnað er til könnunar Vörðu.

Meira en fjórðungur einhleypra foreldra hefur þurft á matargjöfum að halda eða öðrum stuðningi.

Slæm fjárhagsstaða þessa hóps á vinnumarkaði stigmagnast þegar litið er til einhleypra foreldra á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk. Tæplega níu af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman þegar sá hópur er skoðaður.

Fram kemur í blaðinu að velferðar- og stuðningskerfi hafi brugðist börnum.

Hópurinn sem þyngstu byrðarnar axlar eru börn einhleypra foreldra.

Þau fá oft ekki tækifæri til að taka fullan þátt í skipulögðu skólastarfi. Til viðbótar getur hátt hlutfall einhleypra foreldra ekki greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda sem þó eru taldar hafa mikið forvarnargildi fyrir börn.

Auk þessa getur fjórðungur einhleypra foreldra á vinnumarkaði og tæplega helmingur einhleypra foreldra á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna. Mörg börn á Íslandi hafa ekki efni á að fara í afmæli, í bíó eða njóta annarrar afþreyingar með vinum ef afþreyingin kostar þótt ekki sé nema örlítil fjárútlát.  

Í rannsókn Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs kom fram að um þriðjungur einhleypra foreldra hefur ekki efni á sumarnámskeiðum eða sumarbúðum fyrir börnin sín.

Andleg líðan einhleypra foreldra er einnig mikið áhyggjuefni.  Slæm andleg líðan og slæm fjárhagsstaða haldast ´hendur samkvæmt könnun Vörðu sem Sameyki fjallar um og oft er baklandið veikt í kring.

Nánar má lesa um rannsókn Kristínar Hebu Gísladóttur um málið hér: Sameyki-1.-tbl.-2024.pdf

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí