Mannréttindaráð Reykjavíkur neitar að greina efnahagslegan ójöfnuð

Ójöfnuður 4. sep 2023

Meirihlutinn í Mannréttindaráði Reykjavíkur hefur vísað tillögu Sósíalistaflokks Íslands frá um að ráðist verði í greiningu á efnahagslegum ójöfnuði. Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni, en fulltrúar Sósíalista og Flokks fólksins með. Tillöguna má lesa hér en í henni kemur fram að tilgangurinn sé að greina umfang ójöfnuðar og ráðast í aðgerðir til að vinna gegn honum.

Fátækt hefur tengsl við margar neikvæðar félagslegar afleiðingar og veldur fátækt. Að mati Sósíalista er „fátækt brot á mannréttindum og fólk sem situr í þeim sporum verður fyrir miklum fordómum af hálfu samfélagsins og stofnana vegna þess,“ lét Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hafa eftir sér um málið.

Meirihlutinn ásamt Sjálfstæðisflokknum vísar frá

Meirihlutinn gat ekki tekið undir þau sjónarmið og vísaði tillögunni frá. Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata er formaður ráðsins og ásamt honum í meirihlutanum sitja þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir (Framsókn), Sabine Leskopf (Samfylkingin) og Þorvaldur Daníelsson (Framsókn).

Í umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur vegna málsins var viðurkennt að ýmislegt benti til að ójöfnuður færi vaxandi. Auk þess hafi rannsóknir hérlendis sýnt fram á neikvæðar afleiðingar efnahagslegs ójafnaðar, t.d. hvað varðar líkamlega og andlega heilsu og félagslega virkni barna.

Til væru rannsóknir á efnahagslegum ójöfnuði á Íslandi, og verið væri að vinna greiningu á dreifingu lífskjara í Reykjavík. Þannig væri mögulega markvissara að einbeita sér að því að skoða til hvaða aðgerða Reykjavíkurborg getur gripið til að hafa áhrif í átt að auknum jöfnuði og félagslegu réttlæti, með hliðsjón að fyrirliggjandi þekkingu um ójöfnuð á Íslandi og neikvæð áhrif hans.

Kostnaðurinn við að hrinda slíku í framkvæmd, og fá sérfræðing með þekkingu á félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði til að vinna tillögur að leiðum til auksins jöfnuðar væri líklega á bilinu 1-2 milljónir. „Það verður að teljast lítill kostnaður samanborið við afleiðingar ójöfnuðarins,“ sagði Trausti.

Ekki verður séð að meirihlutinn ætli að legga fram tillögu að slíku verkefni, því ef svo væri hefðu þau getað lagt fram breytingartillögu við tillögu Sósíalista, en felldu hana í staðinn. „Mörgum kann að þykja undarlegt að flokkur sem kennir sig við jöfnuð, þ.e. Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands felli tillögu um aðgerðir til að auka jöfnuð í borginni,“ bætti Trausti við.

Hér má sjá fundargerðina þar sem málið var tekið fyrir, undir lið 7.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí