Oxfam-samtökin segja í nýrri skýrslu að auðæfi fimm ríkustu manna heims hafi meira en tvöfaldast þrjú síðustu ár. Fyrsti trilljónamæringurinn verði að óbreyttu til innan fárra ára. Aftur á móti tæki það 200 ár að binda endi á fátækt eins og horfir nú.
Samkvæmt Oxfam eru milljarðamæringar nú aðalhluthafar í sjö af tíu stærstu fyrirtækjum heims. Hagnaður 150 stærstu fyrirtækjanna nam 1,8 trilljónum dala. Hjá hundruðum milljóna í hópi almennings hafa lífskjör skerst á sama tíma.
Auðæfi fimm ríkustu manna heims jukust frá 2020-2023 úr 405 milljörðum dollara í 869 milljarða dollara. Þetta þýðir að auður þeirra óx um 14 milljónir dollara á klukkustund. Á íslensku gengi slagar það nálægt því að fimm ríkustu menn heims hafi grætt 2.100 milljarða á hverri klukkustund. Fimm milljarðar manna urðu á sama tíma fátækari frá degi til dags.
Oxfam sem einbeitir sér að rannsóknum á ójöfnuði og alþjóðlegu fyrirtækjavaldi hvetur til nýrrar nálgunar í regluverki hins opinbera. Leysa þurfi upp einokun og stórauka skattheimtu á hina ofurríku.
Sjá nánar hér: Wealth of five richest men doubles since 2020 (oxfam.org.nz)
Mynd: Unicef