Græddu 2.100 milljarða á hverri klukkustund

Oxfam-samtökin segja í nýrri skýrslu að auðæfi fimm ríkustu manna heims hafi meira en tvöfaldast þrjú síðustu ár. Fyrsti trilljónamæringurinn verði að óbreyttu til innan fárra ára. Aftur á móti tæki það 200 ár að binda endi á fátækt eins og horfir nú.  

Samkvæmt Oxfam eru milljarðamæringar nú aðalhluthafar í sjö af tíu stærstu fyrirtækjum heims. Hagnaður 150 stærstu fyrirtækjanna nam 1,8 trilljónum dala. Hjá hundruðum milljóna í hópi almennings hafa lífskjör skerst á sama tíma.

Auðæfi fimm ríkustu manna heims jukust frá 2020-2023 úr 405 milljörðum dollara í 869 milljarða dollara. Þetta þýðir að auður þeirra óx um 14 milljónir dollara á klukkustund. Á íslensku gengi slagar það nálægt því að fimm ríkustu menn heims hafi grætt 2.100 milljarða á hverri klukkustund. Fimm milljarðar manna urðu á sama tíma fátækari frá degi til dags.

Oxfam sem einbeitir sér að rannsóknum á ójöfnuði og alþjóðlegu fyrirtækjavaldi hvetur til nýrrar nálgunar í regluverki hins opinbera. Leysa þurfi upp einokun og stórauka skattheimtu á hina ofurríku.

Sjá nánar hér: Wealth of five richest men doubles since 2020 (oxfam.org.nz)

Mynd: Unicef

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí