Samkvæmt Hagstofunni voru innflytjendur 20,7% af vinnumarkaðnum í fyrra. Þeim hefur fjölgað úr 6,9% af fjöldanum árið 2005 í 20,7% í fyrra og hafa aldrei verið stærra hlutfall. Miðað við ofþenslu ferðaþjónustunnar í ár má reikna með að hlutfallið hækki síðan umtalsvert á þessu ári.
Hér má sjá þróunina frá 2005.
Fjöldi vinnandi handa hefur aukist um tæplega 45 þúsund á þessu tímabili. Af þeirri aukningu eru tæplega 13 þúsund með íslenskan bakgrunn en tæplega 32 þúsund innflytjendur. Frá 2005 hafa innflytjendur því staðið undir 70% af aukningunni.
Dæmið er enn ýktara ef við skoðum þróun vinnumarkaðarins frá því fyrir cóvid. Frá 2018 til 2022 fjölgaði vinnandi höndum um tæp 6 þúsund. Þar af voru innan við 450 með innlendan bakgrunn, aðeins innan við 8% af fjölguninni. Innflytjendur sáu um svo til alla aukninguna. Ef ekki væri fyrir þá myndi Ísland staðna að þessu leyti. Engin von væri til þess að hægt væri að sinna þeim ferðamönnum sem hingað koma.