Íslenskir þingmenn of ungir frekar en of gamlir

47 af hundrað þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjaþings eru á eftirlaunaaldri eða ná honum á þessu ári. Þetta eru augljóslega 47%. Á Íslandi á þetta við um 5 af 63 þingmönnum eða 8% þingheims. Í öldungadeild Bandaríkjaþings eru aldraðir hlutfallslega miklu fleiri en meðal kjósenda. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Ef þingmenn endurspegluðu aldurssamsetningu þjóðarinnar ættu þar að sitja níu þingmenn sjötugir eða eldri en þeir eru bara tveir: Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson þingmenn Flokks fólksins.

Hér má sjá aldurskiptingu kjósenda og þingmanna, skipt eftir áratugum:

Þarna sést að það er allt of mikið af fólki á fimmtugs- og sextugsaldri á þingi en of fátt fólk undir þrítugu og yfir sjötugu. Ef sú er raunin sem margir halda fram að hagsmunir þeirra hópar sem ekki hafa fulltrúa á þingi verði undir – svo sem konur, hinsegin, leigjendur, innflytjendur, lágtekjufólk o.s.frv. – þá á það líklega einnig við um ungt fólk og eldra.

Miðaldur kjósenda er um 47 ára. Miðaldur þingmanna er 51 árs. Að meðaltali er aldur þingheims nálægt samfélaginu. En það eru 22 of margir þingmenn 40-59 ára á meðan það eru 14 of fáir undir fertugu og 8 of fáir yfir sextugu.

Í öldungadeild Bandaríkjaþings er elsti þingmaðurinn, Dianne Feinstein, nýorðin níræð. Tómas A. Tómasson er elstur á Alþingi, varð 74 ára í vor. Yngsti öldungadeildarþingmaðurinn Jon Ossoff er 36 ára. Hann á fjóra jafnaldra á Alþingi en þar eru líka sex yngri. Yngst er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir sem verður 27 ára í haust.

Hér má svo sjá meðalaldur þingflokkanna:

Flokkur fólksins: 64,5 ára
Viðreisn: 56,2 ára
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: 50,5 ára
Samfylkingin: 50,0 ára
Sjálfstæðisflokkur: 49,2 ára
Miðflokkur: 48,0 ára
Framsóknarflokkur: 47,5 ára
Píratar: 44,3 ára

Myndin er af aldursforsetum Alþingis og öldungadeildar Bandaríkjaþings: Tómas A. Tómasson og Dianne Feinstein.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí