Leigjendur í Toronto neita að borga fyrir grænþvott

Fjöldi leigjenda hjá leigufélaginu Dream í Toronto í Kanada eru komnir í leigu-verkfall (rent strike) vegna yfirvofandi hækkana á húsaleigu. Leigufélagið Dream á og rekur um þrjátíu þúsund leigueiningar í Kanada að verðmæti fjögur þúsund milljarða króna. Áformar félagið að hækka húsaleigu enn frekar vegna endurbóta á eignum sínum til að mæta kröfum um minnkandi orkunotkun og vistspor. Leigjendurnir hafa fengið stuðning ýmissa félagasamtaka og þá sér í lagi samtaka sem berjast fyrir umhverfisvernd. Hafa um 30 samtök lýst yfir stuðningi við leigjendurna og sendu þau eigendum leigufélagsins bréf þess efnis í byrjun vikunnar.

Húsaleiga hefur hækkað látlaust hjá leigufélaginu undanfarin fimm ár og er heildarhækkunin orðin tuttugu og tvö prósent, eða fjögur og hálft prósent að jafnaði á hverju ári. Þykir leigjendum hjá Dream nóg um þar sem hækkun húsaleigu er bæði umfram verðlag og laun. Mikill húsnæðisskortur er í Kanada vegna ásóknar fjárfesta á húsnæði sem vilja hagnast á hækkandi fasteignaverði og ekki síður vegna vaxandi umfangs skammtímaleigumarkaðarins.

Hefur ásókn fjárfesta verið kennt um að eyðileggja húsnæðismarkaðinn í Kanada. Þá hefur Toronto verið einna verst úti en þar er hlutdeild íbúða á skammtímaleigumarkaði núll komma sex prósent. Einnig er talið að um fjörutíu prósent fasteigna í borginni hafi verið keyptar af fjárfestum á síðasta ári. Mikill gangur hefur verið þó í uppbyggingu á húsnæði undanfarin ár og þrátt fyrir mikla fólksfjölgun hefur íbúðum fjölgað hraðar en íbúum í borginni. Er gert ráð fyrir því að það muni koma nauðsynlegu jafnvægi á markaðinn, en húsnæðis og leiguverð hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á líf íbúa sem flýja borgina í unnvörpum.

En leigjendur Dream í Toronto hafa boðið þessari þróun byrginn og eru komnir í stríð við leigufélagið sitt. Hafna þeir kröfum leigufélagsins um frekari hækkun og segjast ekki ætla að borga fyrir grænþott fyrirtækisins. Alþekkt er hvernig leigufélög nýta sér allar leiðir til að hækka leigu umfram aðrar hagstærðir með því að gera þær í skjóli breytinga á rekstrarumhverfi hvort sem slíkt er nauðsynlegt eður ei. Mjög fáttítt er hinsvegar að húsaleiga lækki þrátt fyrir tilefni sé ríkt.

Til samanburðar þá er yfir fjögur prósent af öllum íbúðum í Reykjavík á skammtímaleigumarkaði og hlutdeild fjárfesta á húsnæðismarkaði á Íslandi var sjötíu prósent í fyrra. Þrátt fyrir langtum hófsamari þróun á hlutdeild fjárfesta og skammtíamleigumarkaðar í Kanada hafa fjölmiðlar sagt hana hafa eyðilegat húsnæðismarkaðinn þar í landi, orsakað mikið rót og skaðað samfélagið allt.

Borgaryfirvöld í Toronto hafa nýlega bannað skammtímaleigu íbúða í borginni nema á lögheimilum eigenda. Dró verulega úr fjölda íbúða í kjölfarið, en hlutfallið var eitt prósent af öllu húsnæði í borginni en er núna eins og áður segir núll komma sex prósent. AirBnB hefur þó tekist að sneiða fram hjá þessum nýju reglum með því að bjóða upp á „langtímaleigu“ á íbúðum í borginni sem hefur aftur fjölgað skráningum.

Hér getið hlustað á Bruno, leigjanda hjá Dream segja frá því hvernig leigjendur hjá Dream hafa skipulagt baráttu sína.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí