Lula minnkar eyðingu regnskógana um 34%

Vinstri stjórn forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, tókst að minnka eyðingu regnskógana í Brasilíu um 34% á fyrstu sex mánuðunum eftir að hún tók við. Tölurnar eru byggðar á athugunum frá gervihnöttum. Hefur honum þannig tekist að snúa við þróuninni sem átti sér stað undir stjórn fyrrum forseta, öfgahægri mannsins Jair Bolsonaro, en eyðing regnskógana náði þar hámarki.

Bolsonaro dró verulega úr fjárstuðningi til Ibama, umhverfiseftirlitsstofnunar Brasilíu, í þeim tilgangi að vekja hana og gera henni síður kleift að sinna hlutverki sínu. Ríkisstjórn Lula hefur hinsvegar aukið fjárstuðning til hennar, og hafa starfsmenn þar því aukist.

Ríkisstjórn Lula er því að standa við loforð sín, en í byrjun júní kynnti hann metnaðarfulla áætlun í umhverfismálum þar sem eyðingu regnskógana yrði alfarið hætt fyrir árið 2030. Enn er mikið verk að vinna, en João Paulo Capobianco, umhverfisráðherra Brasilíu, sagði í tilkynningu að eyðingin sé þó ekki að aukast lengur – ríkisstjórninni sé búið að takast að binda enda á þróunina sem Bolsonaro bar ábyrgð á.

Fyrir viku síðan var Bolsonaro bannað að bjóða sig aftur fram í embætti í sjö ár af þarlendum dómstólum, vegna spillingar og lyga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí