Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir danska löggjöf um betl

Í Danmörku varðar það 14 daga fangelsi að betla fyrir framan súpermarkaði, á Strikinu eða við Nørreport stöðina í Kaupmannahöfn. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka þessa löggjöf fyrir, og mörg mannréttindasamtök fagna þessari ákvörðun.

Það var rúmenískur maður, sem árið 2021 var dæmdur í 20 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að betla útá götu í Kaupmannahöfn, sem fór með málið fyrir mannréttindadómstólinn. ENNHRI, samtök evrópskra mannréttindasamtaka, tóku málið í sína arma og studdu, með þeim afleiðingum að Mannréttindadómstólinn hefur nú ákveðið að taka þessa umdeildu löggjöf Danmerkur fyrir.

Talsmaður mannréttindastofnunar í Danmörku (Institut for Menneskerettigheder) fagnar þessari ákvörðun, og segir það vekja sérstaka gleði hvernig mannréttindasamtök um alla Evrópu tóku höndum saman í þessu máli.

Á tímabilinu júní 2017 til mars 2021 voru 65 manneskjur dæmdar í óskilorðsbundið fangelsi í Danmörku fyrir betl.

Löggjöfin hefur verið gagnrýnd harðlega af mannréttindasamtökum, sem segja að það sé brot á mannréttindum að fangelsa fólk í neyð fyrir betl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí