Margbreytileiki mannflórunnar á Íslandi stórlega ofmetinn

Með vaxandi fjölgun innflytjenda til Íslands hefur mátt ráða af umræðunni að hér sé að verða til margbreytilegt samfélag svipað og finna má í stærri borgum Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu. Þarna er þó ólíku saman að jafna. Meginhlutinn af innflytjendum til Íslands er fólk innan Evrópska efnahagssvæðisins í leit að vinnu, ekki hælisleitendur eða flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum. Þótt erlendir ríkisborgarar hafi verið nærri 18% mannfjöldans um síðustu mánaðamót þá voru ríkisborgarar utan þess sem kalla mætti Vesturlönd aðeins tæplega 2,5% fjöldans.

Það er eðlismunur á fjölgun innflytjenda á Íslandi og til dæmis í Svíþjóð. Til Íslands hefur fyrst og fremst komið fólk til að vinna í sjávarútvegi, byggingarstarfsemi og ferðaþjónustu. Að langstærstu leyti er þetta fólk frá þeim löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem laun eru lág. Það er þessi sókn íslenskra fyrirtækja í ódýrt vinnuafl sem hefur keyrt áfram innflytjendabylgjuna.

Íslendingar hafi langt í frá verið jafn rausnarlegir gagnvart fólki sem flúið hefur stríð og hörmungar og Svíar. Einföld leið til að sýna munin er að bera saman tólf lönd þar sem stríðsátök og hörmungar hafa geisað á þessari öld og þeirri síðustu. Ég læt Tyrkland fljóta með, þar sem innflytjendur þaðan eru fyrsti hópurinn sem varð miðja umræðu um innflytjendamál í nágrannalöndum okkar.

Hér er tafla sem sýnir hlutfall þeirra sem eru fæddir í þessum löndum í Svíþjóð og Íslandi, síðan kemur fjöldinn á Íslandi og loks hver hann væri ef hlutfallið væri það sama og í Svíþjóð:

FæðingarlandHlutfall
í Svíþjóð
Hlutfall
á Íslandi
Fjöldi
á Íslandi
Fjöldi ef sama
hlutfall og
í Svíþjóð
Sýrland1,85%0,13%4716.978
Írak1,41%0,11%4245.321
Íran0,78%0,07%2692.920
Sómalía0,68%0,03%1262.557
Bosnía0,58%0,08%3052.186
Afganistan0,57%0,06%2222.142
Tyrkland0,50%0,04%1331.883
Eritrea0,44%0,00%111.666
Líbanon0,28%0,02%631.039
Chile0,27%0,03%1091.021
Eþíópía0,21%0,03%107790
Víetnam0,20%0,29%1,073753
Pakistan0,19%0,04%137712
Alls 12 lönd:7,96%0,93%3,45029,968

Þetta er svo ólíkt að það er eiginlega ekki hægt að tala um flóttamannastefnu Svíþjóðar og Íslands í sömu setningu. Á Íslandi búa fleiri fæddir í Víetnam en raunin er í Svíþjóð en munurinn á hinum löndunum er sláandi. Hlutfallslega er tæplega 8,7 sinnum fleira fólk frá þessum löndum samanlagt sem búa í Svíþjóð en á Íslandi.

Um síðustu mánaðamót voru á Íslandi 3.763 manns, 1% mannfjöldans, sem er með ríkisborgararétt í löndum Afríku, Mið-Austurlanda og þeirra landa Mið-Asíu þar sem Islam er ríkjandi trúarbrögð. Eins og sést á töflunni hér að ofan liggur við að bara fólkið frá Sýrlandi sé hlutfallslega tvöfalt fleira í Svíþjóð en allur hópur er á Íslandi. Fólk fætt í löndum á þessu svæði í töflunni hér að ofan eru rúmlega 6,9% mannfjöldans í Svíþjóð. Og þá á eftir að telja til öll löndin sem komust ekki á töfluna yfir þessi 12 lönd.

En hvernig eru íbúar Íslands?

Hér er tafla sem sýnir samsetninguna. Flokkunin byggir á mati hversu vel eða fálega er tekið á móti fólki hérlendis. Næst íslenskum ríkisborgurum koma svokallaðir frændur okkar á Norðurlöndum, þá lönd Vestur Evrópu, Suður Evrópu og Austur Evrópu, þar sem Armenía og Georgía fá að fljóta með þar sem þau falla ekki að öðrum hópum. Þá kemur Norður Ameríka og Eyjaálfa. Saman gæti hópurinn kallast Vesturlönd og félagar, svona meira og minna. Samanlagt er 97,5% landsmanna innan þessa hrings.

Síðan koma hópar sem líklegri eru að verða fyrir fordómum vegna húðlitar, menningar eða trúarbragða. Fyrst kemur Mið- og Suður Ameríka þaðan sem 0,5% landsmanna eru og þá Indland og Austur-Asía þaðan sem 1,0% landsmanna eru. Síðan koma hóparnir sem verða líklega fyrir grimmustum fordómum. Annars vegar fólk frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og löndum Islam í Mið-Asíu. Þessi hópur er 0,7% fjöldans. Og loks Afríka sunnan Sahara þaðan sem 0,3% landsmanna koma.

RíkisborgararétturFjöldiHlutfallUppsafnað
Ísland323.64882,2%82,2%
Norðurlönd1.7870,5%82,6%
Önnur lönd Vestur Evrópu5.2201,3%83,9%
Suður Evrópa5.5101,4%85,3%
Austur Evrópa46.70411,9%97,2%
Norður Ameríka og Eyjaálfa1.3710,3%97,5%
Mið og Suður Ameríka2.0510,5%98,1%
Asía3.8591,0%99,0%
Norður-Afríka, Mið-Austurlönd og Mið-Asía2.6510,7%99,7%
Afríka sunnan Sahara1.1120,3%100,0%

Það er augljóst af þessari töflu að þrátt fyrir fjölgun innflytjenda á Íslandi þá er landið enn þá minna blandað en flest nágrannalönd okkar. Hér býr hvítt Evrópufólk sem alið hefur verið upp í samfélögum sem mótuð eru af kristinni arfleið. Hluti af þeirri arfleið er hugmynd um yfirburði slíks fólks, að fólk úr öðrum deildum jarðar sé lakara, svo mjög að það geti smitað samfélagið af leti, óheiðarleika og glæpum. Sú hugmynd er án efa stærsti vandinn við hingaðkomu innflytjenda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí