Mark Ruffalo hvetur leikara til að snúa sér að sjálfstæðum kvikmyndum

Mark Ruffalo, sem best er þekktur fyrir leik sinn sem The Incredible Hulk í Marvel kvikmyndunum, segir að leikarar ættu að snúa sér í meira mæli að sjálfstæðum (e. independent) kvikmyndum, óháð „veldi milljarðamæringana“.

Ruffalo skrifaði pistilinn á samfélagsmiðlum í tilefni verkfalls Hollywood leikara og handritshöfunda, en hann er meðlimur SAG-AFTRA, sem nú er í verkfalli.

„How about we all jump to indies now“ sagði leikarinn á samfélagsmiðlum vegna verkfallsins. Hann kallaði einnig eftir aukinni samkeppni, í pistli sínum, samkeppni við stóru Hollywood framleiðsluna. Hann sagði ennfremur að stúdíóin líta svo á að leikarar hafi ekkert gildi.

Að lokum kallaði hann eftir því að leikarar sameinist gegn Hollywood maskínunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí