Íslendingar eru ánægðir með Nató en almenningur aðildarríkjanna almennt en eru síður til að auka útgjöld í hernað eða verja önnur Natóríki. Íslendingar styðja Úkraínu frekar en aðrar þjóðir í Nató, trúa fréttum af stríðinu og telja að innrás rússneska hersins í Úkraínu ógni eigin öryggi.
Nató hefur gert könnun meðal almennings í aðildarríkjunum um ýmislegt tengt bandalaginu og stríðinu í Úkraínu. Þegar spurt var hvort almenningur teldi sig búa við meira öryggi vegna bandalags Evrópuríkja og ríkjanna í Norður Ameríku sögðust 75% Íslendingar svo vera í samanburði við 59% almennings í Natóríkjunum. Þegar spurt var hvort almenningur teldi Nató miikilvægt fyrir öryggishagsmuni ríkjanna til framtíðar 77% Íslendinga að Nató væri mjög eða frekar mikilvægt í samanburði við 72% í öllum aðildarríkjunum.
Næst var spurt hvort fólk myndi kjósa með Nató-aðild ef boðið væri upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. 75% Íslendinga segjast greiða atkvæði með Nató en 8% á móti. Yfir öll löndin segja 70% já við Nató en 14% nei, takk.
Íslendingar eru sem sé ánægðari með Nató en almenningur í Nató-löndunum almennt. En þegar kemur að því að leggja eitthvað til, þá breytist staðan.
Þegar spurt er hvort fólki finnist að sitt ríki eigi að verja önnur ríki í bandalaginu segja 64% almennings í Nató já en aðeins 45% Íslendinga. Aðeins fólk í Búlgaríu og Makedóníu er tregara. Þegar spurt var hvort fólk vildi að framlög til hernaðar yrðu aukin sagði 37% heildarinnar að svo ætti að vera en 36% að framlögin ættu að vera óbreytt. Meðal Íslendinga vildi aðeins 21% auka framlögin og 40% að halda þeim óbreyttum.
Þegar spurt var hvort fólk teldi að öryggi eigin landa væri ógnað af innrás rússneska hersins í Úkraínu sagði 20% almennings í bandalaginu að ógnin hefði aukist mikið og 44% eitthvað, samtal 64%. Meðal Íslendinga var hlutfallið 19% mikið og 50% nokkuð, samtals 69%.
Þá var spurt hvort fólk legði trúnað á fréttir fjölmiðla af Úkraínustríðinu. Í öllum löndum Nató sögðust 14% trúa fréttum algjörlega og 35% nokkuð, samtals 49%. En 23% Íslendinga sögðust trúa fréttunum algjörlega og 54% nokkuð, samtals 77%.
Meðal alls almennings í bandalaginu segjast 66% styðja Úkraínu mikið eða nokkuð en þetta hlutfall er 89% á Íslandi. Íslendingar eru á toppnum þarna. Stuðningurinn er minnstur næst Úkraínu, en hann er undir 50% í Ungverjalandi, Grikklandi, Slóvakíu, Svartfjallalandi, Makedóníu og Búlgaríu.
Svörin við spurningum um afstöðuna til Rússlands og Kína eru ekki greind eftir löndum en afstaðan hefur versnað hratt. Árið 2021 sögðust 40% íbúa Natólandanna hafa neikvæða afstöðu til Rússlands en 66% nú. Fyrir tveimur árum höfðu 41% neikvæða afstöðu til Kína en 54% í dag.
Myndin er af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Nató ánægð hvort með annað.