Munu verkföll lama Broadway líka?

Á föstudaginn mun koma í ljós hvort sviðmenn, förðunarfólk og leikmyndasmiðir í New York leggi niður vinnu og stöðvi þar með 28 sýningar á Broadway og 17 sýningar sem gerðir eru út þaðan og ferðast víða um Bandaríkin. Fram að föstudeginum munu samningsaðilar reyna að ná saman um kröfur launafólksins, sem snúast um hækkkun launa, skilgreind frí innan dags og vikunnar, heilsutryggingar og greiðslu gistikostnaðar á ferðum, svo fátt eitt sé talið.

Leikarar á Broadway eru ekki í verkfalli eins og kvikmynda- og sjónvarpsleikarar. En ef fólkið sem vinnur á bak við tjöldin leggur niður vinnu er sjálfhætt með sýningarnar. Leikarar á Broadway eru í sínu félagi, en félagsaðild í kvikmynda-, sjónvarps- og leikhúsheiminum er með því hæsta í Bandaríkjunum og þar hafa verkalýðsfélögin enn töluverð völd og áhrif.

Ef sýningar falla niður myndi það hafa mikil áhrif á Manhattan enda er Broadway-sýningar mikilvægur þáttur í efnahag borgarinnar. Í vetur náði sætanýting svipuðum hlutföllum og var fyrir kórónafaraldurinn eftir tvö mögur ár. Um 12,3 milljónir manna sækja sýningar á Broadway árlega og greiða fyrir það um 210 milljarða króna í miðasölu. Þetta er viðlíka upphæð og aflaverðmæti sjávarútvegsins á Íslandi. Efnahagslífið í New York hefur svo margfalt hærri tekjur af ferðafólkinu sem sækir sýningarnar.

Helsti samningsaðili launafólks á Broadway er Disney-samsteypan sem líka er helsti samningsaðili leikara og handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpi. Þessi verkföll hafa dregið fram hversu mikil samþjöppun hefur orðið í menningargeiranum í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Þar drottna einstakir auðhringir yfir framleiðslu og dreifingu á öllu efni, frá stúdíói og heim í stofu. Færri og stærri ráða æ meiru. Staðan í Hollywood er kannski svipuð og í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáir auðhringir ráða yfir allri virðiskeðjunni, frá fisknum í sjónum að stórmörkuðum erlendis.

Leikarar, handritshöfundar og annað launafólk innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hafa bent á að þessi drottnunarstaða örfárra stórfyrirtækja sé ekki aðeins ógn við kjör launafólksins heldur skapi hættu gagnvart geiranum öllum, þar sem hagsmunir hinna fáu fara ekki saman við hagsmuni heildarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí