Nató sýnir afl sitt í aðdraganda leiðtogafundar

Stærsta heræfing Naó í lofti fór fram um helgina í austanverðu Þýskalandi. Þar var sviðsett árás Occasus-hernaðarbandalagsins sem studd var Brückner málaliðahópnum. Hvorugt er til en það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá þarna fyrir sér bandalag Rússlands og Belarús og Wagner-sveitina. Með heræfingunni vill Nató sýna afl sitt, styrk og getu.

Á morgun byrjar leiðtogafundur Nató sem valinn var staður nærri Rússlandi og Belarús. Vilníus höfuðborg Litháen er aðeins í 34 kílómetra fjarlægð frá landamærum Belarús og 210 kílómetra frá rússnesku borginni Kalingrad. Þessi staðsetning og heræfingin er hvort tveggja táknræn fyrirbrigði, sýna að kalda stríðið er óðum að hitna. Í Úkraínu berjast hermenn þjálfaðir á Vesturlöndum við rússneska herinn með vestrænum vopnum.

Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að senda klasasprengjur til Úkraínu þótt þær séu bannaðar í flest öllum Evrópulöndum Nató. Þó ekki Póllandi og Rúmeníu, nágrannalöndum Úkraínu.

Undir heræfingunni mátti heyra ólíka afstöðu Þýskalands og Frakklands til loftvarna. Þjýsk yfirvöld vilja byggja upp eldflaugavarnarkerfi með bandarískri og ísraelskri tækni, Sky Shield sem kalla mætti Himnaskjöld upp á íslensku. Frönsk yfirvöld hafa lagt áherslur á að Evrópa sé sér næg um herafla og tækni, reiði sig ekki á tæki og tól frá öðrum deildum jarðar þar sem stjórnarfar getur hratt þróast til verri vegar. Belgía, Kýpur, Eistland og Ungverjaland hafa keypt franskt loftvarnarkerfi sem kallað er Mistral, eftir norðvestlægum staðbundnum vindi í sunnanverðu Frakklandi.

Það er misvísandi væntingar til niðurstöðu leiðtogafundar Nató. Sums staðar er látið í veðri vaka að fundurinn geti flýtt inngöngu Úkraínu í Nató, en Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri sambandsins, Bandaríkjastjórn og fleiri hafa blásið það út af borðinu. Það sé engin leið að taka inn í Nató land sem á í virku stríði og landamæradeilum. Hingað til hefur verið ítrekaður stuðningur við Úkraínu á svona fundum og lofað frekari vopnasendingum.

Sem ganga hægt að mati Úkraínustjórnar. Segja má að boðuð gagnsókn Úkraínumanna sé að mestu frosin. Hernum hefur ekki tekist að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa.

Rússar halda nú yfir 110 þúsund ferkílómetrum af úkraínsku landi, Krím meðtalið. Þetta er á stærð við Ísland sem er tæplega 103 þúsund ferkílómetrar. Í gagnárásinni hefur Úkraínski herinn náð undir sig um 75 ferkílómetrum, sem er á stærð við Garðabæ, mest akrar og tún. Það er því langt í land að takist að hrekja rússneska herinn brott úr Úkraínu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí