Össur lýsir Ingibjörgu Sólrúnu sem Blairista sem tók afstöðu með Bónus

Össur Skaprhéðinsson gerir upp við svilkonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem felldi hann í formannskjöri í Samfylkingunni 2005. Ingibjörg fékk þá 7.997 atkvæði, eða um tvo þriðju atkvæða, og Össur 3.970. Össur segir Ingibjörgu hafa fært Samfylkinguna til hægri og tekið stöðu með Baugi, Kaupþingi og öðrum fyrirtækjum nýríkra manna í deilum þeirra við Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins. Og að eftir ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hafi reynst erfitt fyr­ir flokk­inn að verj­ast nafn­gift­inni „hrun­flokk­ur“.“

Össur er í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnudagsmogganum. Og fer meðal annars yfir þessa sögu. Kolbrún spyr hann um framboð Ingibjargar gegn honum, sitjandi formanni.

„Það kom mér í opna skjöldu, bæði póli­tískt og per­sónu­lega, enda hörku­sigl­ing búin að vera á flokkn­um. Við vor­um forn­vin­ir úr stúd­entapóli­tík, þar sem hún tók við af mér sem formaður Stúd­entaráðs, og við að auki gift systkin­um. Tengsl­in nógu náin til þess að við Árný vor­um svara­menn þegar hún gift­ist Hjör­leifi, bróður Árnýj­ar. Þegar hún ákvað að flytja sig yfir í lands­mál­in heyrði ég það fyrst á leið úr viðtali við Stöð 2. Sam­fylk­ing­in hafði þá náð 31 pró­sents fylgi í hrein­um fram­boðum í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um árið 2002, hélt því fylgi í þing­kosn­ing­un­um ári síðar, en hef­ur aldrei náð jafn­miklu fylgi síðan. Á þess­um tíma var fram­rás kvenna á öll­um sviðum og kannski ekk­ert óeðli­legt við það að Ingi­björg Sól­rún og kon­ur vildu máta sinn full­trúa í for­ystu­stöðu í flokki sem barðist fyr­ir jafn­rétti kynj­anna og þar sem meiri­hluti kjós­enda var kon­ur. Svo skrítið sem það kann að hljóma átti ég lang­bestu ár mín í stjórn­mál­um upp úr þess­um svipt­ing­um og við Ingi­björg Sól­rún unn­um vel sam­an þegar frá leið.“

Var ein­hver hugnynda­fræðileg­ur ágrein­ing­ur milli þín og Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar?

„Það voru að minnsta kosti nú­ans­ar á milli. Við stofn­un flokks­ins skil­greind­um við Sam­fylk­ing­una sem frjáls­lynd­an, klass­ísk­an jafnaðarmanna­flokk og staðsett­um hann kyrfi­lega til vinstri við miðju. Kvenna­list­inn, kannski vegna upp­runa aðstand­enda hans, taldi „hægri“ og „vinstri“ vera hug­tök sem til­heyrðu fortíðinni, og talaði um „þriðju vídd­ina“. Þetta var líka upp­legg Tony Bla­ir í Bretlandi og ég man að í frægri Borg­ar­nes­ræðu lyfti Ingi­björg Sól­rún ein­mitt „þriðju leið“ Tony Bla­ir og lagði þessi hug­tök, hægri og vinstri, til hliðar. Sam­fylk­ing­in varð í reynd mjög bla­ir-ísk­ur flokk­ur. For­ystu­menn og ráðgjaf­ar þeirra fóru jafn­vel til Bret­lands til að stúd­era þriðju leiðina, og hingað til Íslands voru flutt­ir hug­mynda­fræðing­ar Blairs, eins og Ant­hony Gidd­ens sem ein­mitt hafði skrifað bibl­íu Bla­ir-ism­ans. Sjálf­ur var ég hins veg­ar ekki Bla­ir-isti af hug­mynda­fræðileg­um ástæðum og út­skýrði það í viðtali hér í Mogg­an­um. Í dag er svo orðstír Tony Bla­ir að engu orðinn vegna blekk­inga hans í tengsl­um við Íraks­stríðið.

Það skipti líka máli, og reynd­ist óheppi­legt í ljósi síðari sögu, að á þess­um árum fór Sam­fylk­ing­in að tala með þeim hætti að hún eig­in­lega skipaði sér í lið í hat­römm­um átök­um sem voru þá í gangi í viðskipta- og efna­hags­líf­inu. Þessi átök voru á milli ann­ars veg­ar ætt­ar­veld­anna í Sjálf­stæðis­flokkn­um, sem við á Þjóðvilj­an­um kölluðum í gamla daga ým­ist kol­krabb­ann eða fjöl­skyld­urn­ar fjór­tán, og svo hins veg­ar nýríkra viðskipta­vík­inga. Þeir höfðu á ör­fá­um árum í kjöl­far einka­væðing­ar bank­anna safnað mikl­um auði og orðið mjög valda­mikl­ir í efna­hags­líf­inu. Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, gekk á þetta lið með hnúta­svip­um, og var sakaður um að mis­beita póli­tísku valdi til að þrengja að þeim á all­an hátt.

Þetta voru árin þegar Baugs­veldið var til rann­sókn­ar og allt lék á reiðiskjálfi í póli­tík­inni út af því. Nýju auðmenn­irn­ir áttu það því sam­eig­in­legt með þeim sem tengd­ust Ráðhúspóli­tík­inni að líta á Davíð sem drýsil með horn og hala og andstaðan við Sjálf­stæðis­flokk­inn, sem ég hafði teiknað upp sem höfuðand­stæðing okk­ar jafnaðarmanna, var per­sónu­gerð í Davíð. Það var líka nokkuð aug­ljóst á þess­um árum að þessi sveit leitaði eft­ir póli­tísku skjóli hjá Sam­fylk­ing­unni. Ég fór ekki var­hluta af því þótt ég hefði sjálf­ur lent í ill­víg­um, per­sónu­leg­um deil­um við Baugs­veldið og sent þeim bréf, sem Styrm­ir lýsti – rétti­lega – sem „hat­urs­fullu“ í Mogg­an­um

Í Borg­ar­nes­ræðunni, sem var eins kon­ar hug­mynda­fræðileg­ur grunn­ur að þeim flokki sem Ingi­björg Sól­rún vildi leiða, var svo málstaður Bón­uss og Kaupþings, raun­ar fleiri fyr­ir­tækja, tek­inn upp gagn­vart Davíð og út í frá túlkuðu því marg­ir ræðuna þannig að flokkn­um hefði verið stillt upp þeirra meg­in á skák­borðinu. Í kjöl­farið, þegar banka­hrunið brast á, og rann­sókn­ar­skýrsl­ur röktu or­sak­ir þess meðal ann­ars til hátt­semi ein­stak­linga sem tengd­ust þess­um fyr­ir­tækj­um, þá reynd­ist erfitt fyr­ir flokk­inn að verj­ast nafn­gift­inni „hrun­flokk­ur“.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí