Samstöðin spurði í gær og fyrradag fólk í Kópavoginum um krónuna og hvort menning þingmanna hafi breyst á undanförnum áratugum.
„Mig langar ekki sérstaklega til þess en ég held það væri skynsamara að gera það, þjóðarinnar vegna.“ Svaraði Magnús Víkingur Grímsson spurningunni um hvort skipta ætti krónunni út fyrir annan gjaldmiðil.
Petrína Ragna Pétursdóttir stóð á öðru: „Ef við hefðum ekki krónuna þá værum við löngu komin á hausinn.“ Hún segir enn fremur að það sé létt að segja að það muni hjálpa okkur gríðarlega að skipta út krónunni en hún hefur ekki séð sannfærandi ígrundun á þeirri skoðun.
Magnús Víkingur taldi að menning þingheimsins væri að breytast: „Mér finnst sér í lagi ungar konur á Alþingi í dag flottar. Eins og vitsmunaverur. Karlmenn hafa ekki alltaf verið það. En mér finnst það áberandi hvað það er mikið af ungum, flottum, stjórnmálakonum í dag og þær eru að færa stjórnmálin á hærra stig heldur en það var.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.