Ríkisstjórnin komin á dauðadeildina

Samkvæmt nýrri könnun Gallup treysta aðeins 34,7% landsmanna ríkisstjórninni. Traustið gagnvart henni hefur aldrei mælst minna og er nú komið á svipað ról og hjá öðrum ríkisstjórnum eftir Hrun þegar verst lét. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir mælist nú með minna traust en ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar naut strax eftir afhjúpun Panamaskjalanna. Það segir nokkuð um hversu alvarlegt mál Íslandsbankamálið er fyrir ríkisstjórnina.

Í Könnun Gallup var spurt yfir allan júnímánuð. Úttekt fjármálaeftirlitsins á sölu Íslandsbanka á eigin bréfum varð ekki kunnug fyrr en 26. júní, þegar meira en 80% þátttakenda höfðu svarað. Mánudagurinn í vikunni á undan var líka erfiður fyrir ríkisstjórnina, þegar Bjarni Benediktsson lýsti því yfir að tröppum Bessastaða að málaflokkur hælisleitenda væru orðinn stjórnlaus og að Alþingi hefði brugðist. Þá höfðu 60% þátttakenda svarað könnuninni. Þegar Svandís Svavarsdóttir flautaði af hvalavertíðinna höfðu 65% þátttakenda svara. Erfiðustu dagar ríkisstjórnarinnar eru því að mesti utan þessarar könnunar. Ef þessi mál hafa dregið úr trausti almennings á ríkisstjórninni þá mun það birtast í næstu könnun.

En ástandið er nógu slæmt. Hér má sjá niðurstöður spurninga Gallup um traust fólk til ríkisstjórna frá Hruni:

Þarna sést að traustið á ríkisstjórninni nú er minna en síðustu mánuði ríkisstjórnar Sigmundar Davíð og í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. Og mælist aðeins eilítið meira en síðasta mæling á trausti á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, stuttu fyrir kosningarnar sem sú ríkisstjórn var kolfelld í kosningum.

Þær ríkisstjórnir sem hafa haft minnst traust er annars vegar Hrunstjórn Geirs H. Gaarde sem aðeins 26,0% landsmanna treystu eftir Hrunið og hin skammlífa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mældist með 30,9% traust eftir uppreist-æru-málið.

Eins og sést á grafinu er saga allra ríkisstjórnanna lík. Þær byrja með góðum óskum landsmanna en missa svo fljót traust. Og vinna það ekki aftur. Undantekningin er ríkisstjórn Katrínar sem missti traust eins og aðrar stjórnir á fyrstu misserum sinnar valdatíðar en vann það svo til baka á tímum cóvid-faraldursins. En í apríl í fyrra var faraldrinum lokið og Íslandsbankamálið sprakk í andlit stjórnarinnar. Og þá fjaraði fljótt undan traustinu.

Og nú er ríkisstjórnin komin á einskonar dauðadeild, nýtur svo lítils trausts að hætt er við að stjórnin nái síður fram málum og eigi erfiðara með að halda við stuðningi flokksfélaga. Í slíku andrúmi reka oft hver misklíðin aðra.

En það er ekki bara að traustið á ríkisstjórninni sé fallið, fylgi flokks forsætisráðherra er komið í sögulegt lágmark.

Vg mælist nú með 6,2% fylgi og hefur ekki mælst með minna fylgi nema í síðasta mánuði þegar fylgið mældist 5,7%. Þetta er verri staða en fyrir kosningarnar 2013 þegar Vg mældist með aðeins 7,4% fylgi. Þá sté Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður, til hliðar og Katrín Jakobsdóttir tók við sem formaður. Þá mældist traustið á ríkisstjórninni 31,2%.

Staðan er svipuð nú. Fylgi flokksins er lægra, 6,2% í stað 7,4%, en traustið á ríkisstjórnin hærra, 34,7% í stað 31,2%. Munurinn er þó helstur sá að það eru ekki kosningar fram undan. 2013 varð flokkurinn að bregðast við ef ekki átti illa að fara. Í dag er ekki sami áríðanleiki að stokka upp í forystunni.

Við ræddum þessa stöðu VG við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing við Rauða borðið, lítið traust á ríkisstjórninni, veika stöðu Framsóknar og stöðu annarra flokka. Samtalið má sá og heyra í spilaranum hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí