Segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist leigjendum

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagði í samtali við Rauða borðið að verkalýðshreyfingin hafi brugðist leigjendum þegar fulltrúar hennar samþykktu athugasemdalaust tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar um breytingar á húsaleigulögum. Guðmundur Hrafn segir tillögurnar ekki bæta stöðu leigjenda neitt, í raun gera hana verri. Og að sú niðurstaða sé algjörlega óásættanleg eftir að margar ríkisstjórnir hafi verið að kanna og skoða hvernig bæta mætti stöðu leigjenda allt frá Hruni. Niðurstaðan af þeim fundarhöldum sé engin. Og verkalýðshreyfingin blessar það.

Einungis fjórar breytingar eru lagðar til. Sú fyrsta er orðuð þannig að fyrirsjáanleiki um leigufjárhæð verði aukinn með skýrara regluverki um ákvörðun leigufjárhæðar á samningstíma og á milli samninga. Guðmundur segir þetta einu breytinguna í raun.

„Næstum því alls staðar í Evrópu fer uppfærsla leigufjárhæðar skv vísitölu fram einungis einu sinni á 12 mánaða fresti, því er þetta er skref í átt að framkvæmd sem almennt er viðhöfð í okkar heimshluta,“ segir hann. „Áfram verður þó leyfð mánaðarleg uppfærsla leigufjárhæðir í samningum til lengri en 12 mánaða sem er sér-íslenskt fyrirkomulag. Mánaðarleg uppfærsla hækkar krónutölu vísitölutengingarinnar verulega umfram það ef hún er framkvæmd á 12 mánaða fresti.“ Og með því að leyfa það á lengri samningum má reikna með að banni á styttri samningum hafi lítil áhrif.

Í tillögum um verðsjá leigu byggðri á almennri skráningarskyldu leigusamninga tekur starfshópurinn sérstaklega fram að gæta þurfi að því að “ódýr” og félagsleg húsaleiga hafi ekki áhrif á “raunverulega” markaðsleigu samkvæmt verðsjánni. Þetta segir Guðmundur að sé ósvífinn aðför að stöðu leigjenda og framtíðarhorfum.

„Markaðsleiga samkvæmt verðsjá húsaleigu á samkvæmt tillögum starfshópsins að vera skilgreining á hugtakinu “sanngjörn og eðlileg” húsaleiga í húsaleigulögunum,“ segir Guðmundur Hrafn. „Kærunefnd húsamála verður jafnframt gert að fara eftir þeim upplýsingum sem verðsjáin birtir við gildistöku frumvarpsins við úrskurð um ágreining sem verður uppi um fjárhæð húsaleigu.“ Og þar með verður markaðurinn eina viðmiðunin um sanngirni, en þó aðeins þegar búið er að taka frá þá sem sannarlega er sanngjörn.

Guðmundur Hrafn gefur líka lítið fyrir að verið sé að styrkja forgangsrétt leigjenda. „Þær breytingar sem þessar tillögur gera ráð fyrir er ekki til sérstakra hagsbóta fyrir leigjendur. Forgangsréttur leigjenda er vel tryggður í núverandi löggjöf og jafnframt heimild þeirra til að hafna samningshækkunum á grundvelli sanngjarnrar og eðlilegrar húsaleigu. Það sem hefur skort upp á virkni núverandi ákvæða er eingöngu að leigjendum séu kynnt þessi réttindi sín og geti virkjað þau í skjóli samstöðu og sterkra hagsmunasamtaka,“ segir hann.

Að síðustu er lagt til að kærunefnd húsamála verði efld og umfjöllunartími styttur. „Kærunefnd húsamála hefur verið starfrækt í áratugi og um langt árabil átti fulltrúi leigjenda sæti í nefndinni en svo er ekki lengur,“ bendir Guðmundur Hrafn á. Hann segir að Leigjendasamtökin styðja að kærunefndin sé efld og að hún geti afgreitt erindi á skömmum tíma enda eru langflest ágreiningsefni á leigumarkaði brýn og þarfnast skjótra og sanngjarnra úrlausna. Hann bendir hins vegar á að með því að setja nefndinni fyrir að miða sanngirni við markaðsverð á okurmarkaði sé ekki að búast við miklum breytingum á markaðnum vegna þessa ákvæðis.

Guðmundur Hrafn fór yfir tillögurnar við Rauða borðið, en ekki síður forsögu málsins, hversu lengi það hefur verið í vinnslu, hverjum var falið að vinna tillögurnar og hversu mjög þær stangast á við yfirlýsingar ráðherra og forystufólk verkalýðshreyfingarinnar. Sjá má og heyra viðtalið í spilarnum hér að neðan:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí