Selenskí verulega ósáttur við Nató

Drög að yfirlýsingu Nató-fundarins í Vilníus segir að Úkraína muni gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu þegar landið stenst inntökuskilyrði og verður samþykkt inn af öllum aðildarríkjunum. Þetta ætti í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart, eitt inntökuskilyrðanna er að lönd séu ekki í stríði og það sé ekki í landamæradeilum við nágranna sína. Þar sem árás á eitt Nató-ríki er túlkuð sem árás á þau öll væri það jafngildi þess að öll Nató-ríkin lýstu yfir stríði við Rússland ef Úkraína fengi aðild.

Þrátt fyrir að þetta hafi legið ljóst fyrir hafa margir ráðamenn á Vesturlöndum talað eins og hægt sé að komast fram hjá þessu með einhverjum hætti, að slaka á inntökuskilyrðunum og hleypa Úkraínu inn án þess að starta nýrri heimsstyrjöld við kjarnorkuveldi. Sem er nokkuð sem hefur þótt óhugsandi hingað til. Íslenskt ráðafólk hefur verið á þessum slóðum, hamrað á að Úkraína sé á leið í Nató án þess að geta um hindranirnar fyrir því.

Auk þessa eru kröfur um að aðildarlönd séu lýðræðisríki og réttarríki. Og þótt þær kröfur séu ekki stífar, eins og sést í Tyrklandi, Ungverjalandi og Póllandi, þá er hæpið að Úkraína standist þær kröfur í dag.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató hefur reynt á slá á þessa yfirlýsingar, bent á að Úkraína sé ekki á leið í Nató að sinni. Það sama segja fulltrúar Bandaríkjastjórnar, sem er sá aðili sem fjármagnar í raun hernað Úkraínu og heldur landinu á floti. Þessir aðilar segja að Úkraína muni enda í Nató en geti ekki komið inn að svo stöddu, ekki meðan á stíðinu stendur.

Vlodomír Selenskí forseti Úkraínu hefur þegar lýst yfir vonbrigðum. Í Financial Times sagðist hann að þessi drög sýndu engan vilja til að bjoða Úkraínu í Nató né að gera landið að meðlimi. Og hann sagði að þessi dröf væri boð til Rússa um að halda áfram að leiða hrylling yfir Úkraínumenn.

Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, sagði á blaðamannafundi i gær að öll skref Nató í átt að því að Úkraína yrði meðlimur væru alvarleg öryggisógn við Evrópu.

Vestrænir leiðtogar hafa endurtekið sinn boðskap um að Úkraína sé á leið í Nató en ekki að sinni en eftir sem áður. verði stigin skref í Vilníus í átt að aðild Úkraínu að Nató.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí