Séra Kristján segir hneykslismál kirkjunnar fæla frá – Aldrei færri í Þjóðkirkjunni

„Það er auðvitað útreiknað að það hafi orðið skellir og það er bara eðlilegt að fólk bregðist við með þessum hætti, þegar það verða áföll. Átök og ásakanir. Það er mjög slæmt.“ Þetta segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, í viðtali við RÚV en hann segir hneysklis- og deilumál hafi reynst Þjóðkirkjunni erfið.

Hlutfall þjóðarinnar sem er skráð í Þjóðkirkjunnar heldur áfram að minnka og nú 1.júlí síðastliðinn voru einungis um 57 prósent þjóðarinnar skráð í kirkjunna, eða um 227 þúsund manns. Fyrir um þrjátíu árum var hlutfallið um 92 prósent en á síðustu árum hefur hlutfallið minnkað ört ár frá ári. Þannig var hlutfallið enn um 80 prósent árið 2009, fór niður í 69 prósent árið 2017 og er nú einungis sex árum síðar komið í 57 prósent, líkt og fyrr segir.

Kristján segir þetta svipað á hinum Norðurlöndunum. „Í systurkirkjum okkar á Norðurlöndum er þetta svona svipað. Menn eru uppteknir af því hvað er að gerast í samfélaginu og hvernig þjóðfélagið okkar er að breytast. Það er alveg á hreinu að það er minnkandi vilji að vera formlega í skráðu trúfélagi,“ segir Kristján.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí