Sigurður í bréfi til Ríkissaksóknara:  „Mér hafa borist upplýsingar sem staðfesta þær niðurstöður sem ég setti fram“

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, segir í bréfi sínu til Ríkissaksóknara að honum hafi borist upplýsingar sem staðfesti þær niðurstöður sem hann setti fram í greinargerð sinni frá júlí árið 2018. Sú greinargerð leit loksins dagsins ljós í dag.

Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum erindi Sigurðar til ríkissaksóknara og vitnar í bréfið:

„Því til viðbótar upplýsingar, sem borist hafa mér síðan og varða málið, sem staðfesta enn frekar þær ábendingar og niðurstöður sem ég setti fram og bendi á í títtnefndri greinargerð frá júlí 2018. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa málefni Lindarhvols ehf. verið til umgjöllunar, m.a. í kjölfar birtingar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 um Lindarhvol ehf.“

Sigurður kemur einnig inn á tilraunir Sjálfstæðismanna um að halda greinargerðinni leyndri. „Þá hafa stjórnendur Lindarhvols ehf. og Ríkisendurskoðunar haft með tilþrifum sínum til Alþingis lagst eindregið gegn því að greinargerð mín fái umfjöllun og afgreiðslu á Alþingi. Þannig hefur Alþingi allt frá árinu 2020 ekki afgreitt skýrslu Ríkisendurskoðunar né greinargerð mína og hefur forseti Alþingis lagst gegn því að hún verði birt,“ segir í bréfi Sigurðar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí