Sjáðu þingmennina sem vildu ekki að þú myndir vita um Lindarhvoll

Í mars síðastliðnum lagði þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, fram fyrirspurn til forseta Alþingis um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols. Greinargerðin sem Sigurður vann um Lindarhvol var afhent Alþingi árið 2018 en var að líta dagsins ljós í gær, þökk sé þingmanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Samstöðinni finnst tilefni til að minna á hvaða þingmenn það eru sem vilja ekki að þú vitir hvernig er farið með eigur almennings í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Allir stjórnarþingmenn segja nei

Þau sem neituðu því að Jóhann Páll mætti spyrjast fyrir um greinargerðinar:

Ágúst Bjarni Garðarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Isaksen, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Sigurður Ingi Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Þau sem segja já

Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Logi Einarsson, Sigmar Guðmundsson, Viðar Eggertsson, Wilhelm Wessman, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Flokkslínan og fjarverandi

Þau sem voru fjaverandi:

Bergþór Ólason, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson, Bryndís Haraldsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Jakob Frímann Magnússon, Jódís Skúladóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Stefán Vagn Stefánsson, Tómas A. Tómasson, Vilhjálmur Árnason, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson.

Sterklega má gera ráð fyrir því að allir þeir stjórnarþingmenn sem voru fjarverandi hefðu neitað þessari fyrirspurn Jóhann Páls. Hvort þau hafi verið að forða sér undan því að setja sig í þá stöðu að formlega neita almenningi um upplýsingar um mögulega glæpsamlegt athæfi í kringum Lindarhvoll skal ekki segjast en víst er að stjórnarmeirihlutinn vildi alls ekki að þú fengir að sjá greinargerðina um Lindarhvol.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí