Sjálfstæðismenn kynna smjörklípu Lindarhvolsmálsins – Skýrslan bara vinnuskjal

Svo virðist sem Sjálfstæðismenn hafi lagt höfuðið í bleyti og séu nú búnir að finna leið sem þeir vona að geti afvegaleitt Lindarhvolsmálið. Margir bjuggust við að sú smjörklípa yrði að láta málið snúast um leka Pírata á skýrslu Sigurðar Þórðarssonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols. Svo reyndist ekki, nema að takmörkuð leyti. Þess í stað virðist áherslan ætla að verða að sú skýrsla sé einungis „vinnuskjal“, þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn lögðu talsvert á sig svo skýrslan myndi ekki berast almenningi. Ofan á það má svo nefna að Sigurður sjálfur hefur sent málið til embætti ríkissaksóknara.

Það var Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem kynnti þessa vörn á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Hann tekur þessa málsvörn svo saman á Facebook í dag. „Ræddi um málefni Lindarhvols hjá Kristjáni á Sprengisandi í gær. Lagaði áherslu á aðalatriði málsins sem er skýrsla Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol frá 2020. Það er eina haldbæra skýrslan um málefnið af hálfu embættisins, sem falið var af Alþingi að hafa eftirlit með starfsemi félagsins. Öll gögn lágu til grundvallar þeirri skýrslu, líka vinnuskjal setts ríkisendurskoðanda frá 2018 sem nýlega var birt opinberlega, aflað var viðbótarupplýsinga, kallað eftir umsögnum þeirra sem málið varaði og málið kannað ofan í kjölinn. Niðurstaðan var að starfsemi Lindarhvols hafi verið lögum og reglum samkvæmt og markmið um hámörkum eigna uppfyllt,“ segir Teitur.

Teitur heldur áfram og reynir að gera skýrslu Sigurðar tortryggilega: „Hvort vegur þyngra í umræðunni nú? Vinnuskjal setts ríkisendurskoðanda, sem ekki var klárað að hans eigin sögn, þar sem ekki lágu fyrir öll gögn og upplýsingar er máli skiptu, og ekki leitað umsagnar þeirra sem málið varaði eins og lögbundið verklag embættisins kveður á um – Eða lokaskýrsla embættisins tveimur árum seinna þar sem úttekin var kláruð á grundvelli allra gagna, nýrra upplýsinga aflað og lögbundinna umsagna leitað.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí