Skálholtbiskup fullkomlega tilgangslaus

Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi, fær heldur kaldar kveðjur í pistli sem Óttar Guðmundsson geðlæknir birtir á DV, eða í það minnsta finnst Óttari að Kristján gæti fundið sér gagnlegra starf. Óttar segir að biskupsdæmin í Skálholti og Hólum séu fullkomlega tilgangslaus embætti.

„Ekki hafa þó allir hlaupið á eftir tískubylgjum. Tveir biskupar eru starfandi á gömlu biskupsstólunum Skálholti og Hólum af sögulegum ástæðum. Enginn veit hvert er hlutverk þessara embættismanna en það gerir víst ekkert til. Þeir tilheyra löngu liðinni sögu þegar þessir staðir voru í þjóðbraut. Skálholtsbiskup getur allavega gamnað sér við að skoða bókasafn Þorsteins gamla sýslumanns sem eitt sinn var talið besta bókasafn landsins. Kirkjan keypti safnið og varðveitti í turni Skálholtskirkju þar sem það var algjörlega óaðgengilegt öllum. Skálholtsstaður var forðum daga auðugur af bókum og því bar nauðsyn til að fylla kirkjuloftið af ómetanlegum dýrgripum. Reyndar mun saggi og raki vera á góðri leið með að eyðileggja þetta mikla bókasafn sem reyndar er gömul örlög bóka á Íslandi,“ skrifar Óttar.

Hann heldur áfram og segir kerskinn: „Nauðsyn ber til að viðhalda fleiri slíkum embættum af sögulegum ástæðum. Auðvitað ber að reisa háskóla í Odda í minningu Snorra Sturlusonar, kaupskipahöfn að Gásum og holdsveikraspítala í Lauganesi. Stjórn- og menntakerfið á ekki að hlaupa á eftir tískusveiflum tíðarandans heldur taka sér kirkjuna til fyrirmyndar. Þar ræður saga og hefð hvernig fullkomlega tilgangslausum embættum og ónothæfum bókasöfnum er dreift um landið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí