Spurt um aukið ofbeldi: „Því meiri sem mismunur er, því meira verður um glæpi. Það er bara þannig.“

Samstöðin fór og spjallaði við fólk í Kópavogi um nýju stjórnarskrána og aukið ofbeldi í samfélaginu.

Magnús Víkingur Grímsson var spurður hvort samfélagið væri orðið betra í dag ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt á sínum tíma „Ekki nokkur vafi um það, því hún er barn síns tíma sem að svo sannarlega þurfti að breytast og þróast, og taka á sig mynd í samræmi við nútímann.“ sagði Magnús Víkingur.

Pétur Jóhann Sólgarðsson var spurður hvort hann hefði áhyggjur af auknu ofbeldi á Íslandi. „Já, ég get alveg viðurkennt það, eins og bara í gærkvöldi“ og á hann þar við stunguárás sem átti sér stað á þriðjudaginn. Pétur er nýlega kominn til baka frá Bandaríkjunum þar sem hann býr og segir að Ísland sé að verða líkara Bandaríkjunum hvað þetta varðar.

Gísli Jónsen hafði sömuleiðis áhyggjur af auknu ofbeldi og taldi þetta tengjast auknum mannfjölda. Við spurðum hann hvað hann teldi að hægt væri að gera til að bæta úr stöðunni: „Bara vera góð við hvort annað og hlúa hvert öðru, passa upp á hvort annað.“

Hlynur Hrafn Hallbjörnsson taldi að fólksfjölgunin gæti valdið aukinni glæpatíðni. „Þetta getur líka verið bara hvernig þjóðfélagið er, því meiri sem mismunur er, því meira verður um glæpi. Það er bara þannig.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí