Starfsfólk UPS í Bandaríkjunum vinnur stórsigur eftir að það hótaði verkfalli

340.000 starfsfólk póstfyrirtǽkisins UPS í Bandaríkjunum, sem eru meðlimir í verkalýðsfélaginu Teamsters, hefur unnið stórsigur eftir að það hótaði verkfalli 1.ágúst. Hótunin fékk UPS aftur að samningaborðinu og gáfu stjórnendur fyrirtækisins töluvert eftir vegna hótunarinnar.

Starfsfólkið vann umtalsverðar launahækkanir fyrir starfsfólk í hlutavinnu, en það hafði verið ein af síðustu stóru kröfunum áður en verkfalli var hótað. Starfsfólk í hlutastarfi mun nú byrja með 21 dollara á tímann í laun, frekar 16.50 eins og staðan er nú. Starfsfólkið náði einnig að fá stjórnendur til að afnema þrepaskipt launakerfi, þar sem starfsfólk fékk mismunandi borgað fyrir sömu vinnu. Allir starfsmenn fá einnig 2.75 dollara launahækkun á tímann, sem mun svo hækka uppí 7.5 dollara á tímann yfir starfssamningstímann. Er þetta nokkuð stór sigur, en UPS hafði áður boðið 0.5 dollara hækkun á tímann.

Einnig gaf fyrirtækið eftir þegar kom að viðunandi vernd gegn hita, sem var einnig ein af helstu kröfum starfsfólksins, en allir nýjir bílar fyrirtækisins sem keyptir verða frá og með næsta ári verða útbúnir sómasamlegu loftræstikerfi. Starfsfólkið fékk einnig í gegn að dagur Martin Luther King Jr. í Bandaríkjunum verði frídagur, ásamt því að 30.000 fleiri verða ráðnir í fullt starf til fyrirtækisins.

Verkalýðsfélagið á enn eftir að samþykkja samninginn, en búist er við því að hann verði samþykktur. 340.000 meðlimir Teamsters munu kjósa um hann á tímabilinu 3.ágúst til 22. ágúst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí