Stefnir í að Íslendingar fari yfir 400 þúsund í árslok

Landsmönnum heldur áfram að fjölga samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofunnar. Milli fyrsta og annars ársfjórðungs fjölgaði landsmönnum um 3.370. Þar af var fjölgun erlendra ríkisborgara 2.700 en íslenskra ríkisborgara 670. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði vegna hingaðkomu verkafólks til að sinna ferðafólki en íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fyrst og fremst vegna þess að fleiri fæddust en dóu. Miðað við fjölgun landsmanna á öðrum ársfjórðungi má reikna með að Íslendingar fari yfir 400 þúsund markið fyrir árslok.

Fjölgun landsmanna segir ekki allt til um aukið álag á grunnkerfi samfélagsins. Utan mælinga Hagstofunnar eru þeir hælisleitendur sem bíða eftir úrlausn sinna mála og fjölgun ferðamanna. Það fyrra skiptir máli nú, þar sem Útlendingastofnun breytti afgreiðslu sinni á umsóknum flóttafólks frá Venesúela, hætti að veita því sjálfkrafa viðbótarvernd og þar með fjögurra ára dvalar- og atvinnuleyfi. Vegna þessa hafa hlaðist upp á fjórða hundrað kærur til kærunefndar útlendingamála, og þar með telst fólkið ekki með í talningu Hagstofunnar, en þar er aðeins talið fólk sem fengið hefur kennitölu. Um 750 manns eru á bið eftir afgreiðslu kærunefndar og þar af um helmingur frá Venesúela. Kannanir hafa sýnt að þegar flóttafólkið fær kennitölu er atvinnuþátttaka þess hlutfallslega meiri en íslenskra ríkisborgara.

Ferðamenn eru heldur ekki taldir til landsmanna þótt á hverjum degi í júní hafi um 30 þúsund ferðamenn verið á landinu, um 22 þúsund fleiri en voru hér fyrir tveimur árum þegar áhrif kórónafaraldursins gætti enn.

Ef við reynum að ætla aukið álag á grunnkerfi samfélagsins er betra að horfa til lengri tíma. Síðustu tíu ár hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 24 þúsund, erlendum ríkisborgurum með kennitölu um tæp 50 þúsund, hælisleitendum í bið eftir afgreiðslu og þar með án kennitölu um tæp þúsund og ferðamönnum sem hér eru að meðaltali um tæp 17 þúsund. Samanlagt er þetta fjölgun sem meta má upp á um 92 þúsund manns eða aukið álag upp á tæp 28%. Af þeirri aukningu vegur aukið álag vegna fjölgunar hælisleitenda um 1,1% af aukna álaginu, á um 0,3% af þessum 28 prósentum.

Á þetta er bent hér þar sem vissir stjórnmálaflokka vilja skýra veika stöðu grunnkerfa samfélagsins út frá fjölgun hælisleitenda. Þegar tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að helsta ástæða aukins álags er ofþensla ferðaþjónustunnar, fjölgun ferðamanna og hingaðkoma verkafólks til að sinna þeim.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí