Tekjur hinna efnamestu í London hafa aukist, allra annarra minnkað

Samkvæmt rannsókn á vegum bresku hugveitunnar Institute for Fiscal Studies (IFS), þá hefur starfsfólk innan viðskipta-, fjármála- og tæknigeirans fengið miklar launahækkanir síðustu ár á meðan að restin hefur þurft að sætta sig við skerðingar. Ójöfnuður hefur því aukist umtalsvert.

Skýrslan bendir sérstaklega á laun í framleiðslu-, þjónustu-, og menntunarstörfum en þar hafa tekjur minnkað með tilliti til verðbólgu. Þetta er þrátt fyrir skort á vinnuafli í kjölfar Covid krísunnar. Flest vinnandi fólk hefur c.a. 1-4% minni tekjur en það hafði í upphafi krísunnar.

Sú launahækkun sem hefur átt sér stað hefur nánast alfarið farið til hinna tekjuhæstu. Einnig hefur tekjuaukning fyrir vinnandi fólk í London verið um 5%, á meðan að á landsvísu hefur hún verið einungis 2,7%.

Stærsta tekjuaukningin hefur átt sér stað innan orku-, og stjórnunargeirans, en þar hefur hún verið um 10%. Innan viðskiptaþjónustu geirans hefur aukningin verið um 8,6%, og í fjármálageiranum hefur verið 7,6% aukning frá byrjun Covid krísunnar.

Tekjur hafa hinsvegar minnkað um 1-4% innan a.m.k. 10 geira. Þar er um að ræða námustörf, matarframleiðsla, þjónustustörf, framleiðslustörf, samgöngustörf, byggingarvinna, menntun, störf innan list- og skemmtunarbransans, o.fl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí