Samkvæmt rannsókn á vegum bresku hugveitunnar Institute for Fiscal Studies (IFS), þá hefur starfsfólk innan viðskipta-, fjármála- og tæknigeirans fengið miklar launahækkanir síðustu ár á meðan að restin hefur þurft að sætta sig við skerðingar. Ójöfnuður hefur því aukist umtalsvert.
Skýrslan bendir sérstaklega á laun í framleiðslu-, þjónustu-, og menntunarstörfum en þar hafa tekjur minnkað með tilliti til verðbólgu. Þetta er þrátt fyrir skort á vinnuafli í kjölfar Covid krísunnar. Flest vinnandi fólk hefur c.a. 1-4% minni tekjur en það hafði í upphafi krísunnar.
Sú launahækkun sem hefur átt sér stað hefur nánast alfarið farið til hinna tekjuhæstu. Einnig hefur tekjuaukning fyrir vinnandi fólk í London verið um 5%, á meðan að á landsvísu hefur hún verið einungis 2,7%.
Stærsta tekjuaukningin hefur átt sér stað innan orku-, og stjórnunargeirans, en þar hefur hún verið um 10%. Innan viðskiptaþjónustu geirans hefur aukningin verið um 8,6%, og í fjármálageiranum hefur verið 7,6% aukning frá byrjun Covid krísunnar.
Tekjur hafa hinsvegar minnkað um 1-4% innan a.m.k. 10 geira. Þar er um að ræða námustörf, matarframleiðsla, þjónustustörf, framleiðslustörf, samgöngustörf, byggingarvinna, menntun, störf innan list- og skemmtunarbransans, o.fl.