Þriggja daga mótmæli í Kenýa

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa, hefur kallað eftir þriggja daga mótmælum þar í landi. Hann kallar eftir mótmælum gegn efnahagsaðgerðum sitjandi ríkisstjórnar, en hún hækkaði nýverið töluvert skatta, t.d. á ýmsar vörur, eins og bensín og húsnæði, sem og tekjur.

Núverandi forseti, William Rutto, skrifaði undir nýju skattalögin 26. júní. Á sama tíma er forsetakosningunum á síðasta ári mótmælt, en Odinga og fylgjendur hans vilja meina að ekki hafi verið staðið rétt að þeim.

Mótmælin koma í kjölfar tveggja annarra mótmælahrina á árinu. Odinga útilokar ekki að enn fleiri mótmæli verði haldin eftir þessi.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum voru 23 drepnir af lögreglunni í mótmælunum í Kenýa í síðustu viku, ásamt því að tugir slösuðust. Nokkrir meðlimir stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. William Rutto hefur sagt að hart verði tekið á þessum mótmælum.

Sendiherra Bandaríkjanna í Kenýa, Meg Whitman, hrósaði nýju lögunum, þar sem að þau gerðu Bandaríkjunum „óhætt að fjárfesta í landinu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí