Xi Jinping, forseti Kína, hefur lofað harðari aðgerðum í þeim tilgangi að vernda fólk og eignir frá alvarlegum flóðum sem nú eiga sér stað í landinu. Kínverskir vísindamenn segja að júlí mánuður sé einungis að fara að hafa fleiri náttúruhamfarir í för með sér.
Flóðin eiga sér að mestu leyti stað í mið Kína, og hafa t.d. eyðilagt brýr og aðrar byggingar. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir byggingu í Suðvestur Chongqing hrynja vegna ofsa úrkomu og óveðurs.
Yfir 10.000 manns voru rýmd frá svæðum í Hunan héraði, en tugir bygginga hafa hrunið þar – og er tjónið áætlað að vera uppá 600 milljónir yuan. Flóðviðvaranir hafa einnig verið gefnar út víðar í Norður-Kína,t.d. á Liaoning, Jilin og Heilongjiang svæðunum.
Eins og áður segir, þá vara kínverskir vísindamenn við því að þetta sé einungis byrjunin á því sem koma skal og að kínversk yfirvöld ættu að búast við enn frekari náttúruhamförum.
Peking hefur nú þegar upplifað heitasta júní mánuð síðan árið 2000. Þar var hitinn yfir 35 gráðum 14 daga mánaðarins.