Þúsundir á vergangi í Kína vegna flóða

Xi Jinping, forseti Kína, hefur lofað harðari aðgerðum í þeim tilgangi að vernda fólk og eignir frá alvarlegum flóðum sem nú eiga sér stað í landinu. Kínverskir vísindamenn segja að júlí mánuður sé einungis að fara að hafa fleiri náttúruhamfarir í för með sér.

Flóðin eiga sér að mestu leyti stað í mið Kína, og hafa t.d. eyðilagt brýr og aðrar byggingar. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir byggingu í Suðvestur Chongqing hrynja vegna ofsa úrkomu og óveðurs.

Yfir 10.000 manns voru rýmd frá svæðum í Hunan héraði, en tugir bygginga hafa hrunið þar – og er tjónið áætlað að vera uppá 600 milljónir yuan. Flóðviðvaranir hafa einnig verið gefnar út víðar í Norður-Kína,t.d. á Liaoning, Jilin og Heilongjiang svæðunum.

Eins og áður segir, þá vara kínverskir vísindamenn við því að þetta sé einungis byrjunin á því sem koma skal og að kínversk yfirvöld ættu að búast við enn frekari náttúruhamförum.

Peking hefur nú þegar upplifað heitasta júní mánuð síðan árið 2000. Þar var hitinn yfir 35 gráðum 14 daga mánaðarins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí