Túnis skrifar undir samning við Evrópusambandið um flóttafólk

Túnis skrifaði í gær undir samning við Evrópusambandið. Viðstödd voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu ásamt forseta Túnis Kais Saied. Þau sögðu að um „strategískt samstarf“ væri um að ræða, en samstarfið snýst að miklum hluta um að stemma stigu við komu flóttafólks til Evrópu í gegnum Túnis.

Ursula von der Leyen sagði að um 100 milljónir evra frá Evrópusambandinu yrðu notaðir til þess að ráðast gegn smyglhringjum og koma í veg fyrir fólksflutninga í gegnum landið. Samstarfið gerir Evrópulöndum einnig heimilt að senda fólkið sem kemur í gegnum Túnis aftur til landsins.

Hún sagði þó einnig að um væri að ræða aðstoð til uppbyggingar landsins. Ásamt því fjármagni hljóðar aðstoðarpakkinn frá Evrópusambandinu uppá 10 milljón evrur sem fer í að auka skipti á nemendum milli landa og 65 milljón evrur sem eiga að fara í umbætur á menntakerfinu í Túnis. Evrópusambandið hefur einnig boðið Túnis uppá langtímalán uppá 900 milljónir evra í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Forseti Túnis, Kais Saied, hefur áður sagt að Túnis ætlaði sér ekki að vera landamæravörður Evrópu.

Lífshættuleg leið

Samkvæmt landamæraeftirliti Evrópu, Frontex, þá er leiðin yfir Miðjarðarhafið sú leið sem flest flóttafólk og hælisleitendur hafa ákveðið að fara þetta ár. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs er um að ræða 66.000 manns sem ákveðið hafa að fara þessa leið.

Pressa Evrópusambandsins á Norður-Afríkulönd eins og Túnis og Líbíu hefur aukist eftir að yfir 400 manns hafa drukknað á leiðinni á fyrri hluta ársins – mesta mannfall af þessum sökum síðan 2017.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí