Umboðsmaður Evrópusambandsins hefur hafið rannsókn á þætti Frontex, landamæraeftirliti- og landhelgisgæslu Evrópusambandsins, í slysinu sem varð í Miðjarðarhafinu um 14. júní síðastliðinn þar sem bátur sökk með allt upp undir 750 manns um borð.
Emily O’Reilly, umboðsmaður Evrópusambandsins segir í tilkynningu að rannsóknin miði að því að komast til botns í hlutverki Frontex þegar kom að leitunar- og björgunaraðgerðum eftir að báturinn sökk, með þeim afleiðingum að hundruðir manna drukknuðu. Hún hefur óskað eftir miklum fjölda gagna frá Frontex í þessum tilgangi.
Umboðsmaðurinn hóf rannsóknina að eigin frumkvæði. Rannsóknin bætist við tvær sem nú þegar eiga sér stað í Grikklandi, en ein snýr að ólöglegu smygli á fólki og hin snýr að þætti grísku landhelgisgæslunnar í atburðunum.
Í kringum 100 manns var bjargað úr sjónum, eftir að skipið sem var á leiðinni frá Norður-Afríku til Italíu sökk, en samkvæmt tölum frá grískum yfirvöldum drukknuðu um 600 manns, rétt undan ströndum Grikklands.