110 ár í dag síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi
Kristrún Frostadóttir skrifaði:
Þá áttu eftir að líða meira en 90 ár þar til kona varð forsætisráðherra. Það var Jóhanna Sigurðardóttir. Sem leiddi Ísland úr hruni til endurreisnar.
Takk fyrir að ryðja brautina. Við höfum náð langt. Ísland hefur verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna samfleytt frá árinu 2009 – sem var einmitt árið sem Jóhanna varð forsætisráðherra.
Mín tilfinning er sú að það sé ágætt jafnvægi milli kynja í íslenskum stjórnmálum núna. En við vitum að enn má gera betur á ýmsum sviðum í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi þarf enn að uppræta og það kallar bæði á aðgerðir stjórnvalda og breiða samstöðu í samfélaginu.
Ég fagna kvenréttindadeginum fyrir vestan. Verð með opna fundi með fólkinu á Tálknafirði og á Ísafirði í dag. Vel við hæfi!
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward