Herinn rænir völdum í Níger

Valdarán virðist hafa orðið í Vestur-Afríku landinu Níger. Hermenn birtust fyrr í dag í ríkissjónvarpinu þar í landi og tilkynntu að þeir hefðu komið forsetanum, Mohamed Bazoum, frá völdum. Tilkynningin í ríkissjónvarpinu kom nokkrum klukkutímum eftir að nokkrir meðlimir í öryggisvarðasveit forsetans handsömuðu hann í forsetahöllinni.

Amadou Abdramane, herforingi í her Níger, las upp tilkynningu í ríkissjónvarpinu þar sem hann sagði að „við, varnarmála- og öryggissveitirnar, höfum ákveðið að binda endi á stjórn þína“. Sagði hann ennfremur að þetta væri vegna stöðugrar hnignunar í öryggi landsins, ásamt óstjórn í félags- og efnahagsmálum. Að lokum sagði hann að nýja stjórnin stæði þó við allar skuldbindingar landsins.

Í tilkynningunni má sjá Abdramane sitja í stól fyrir framan níu aðila í herbúningum.

Búið er að loka landamærum landsins og lýsa yfir útgöngubanni sem á við í öllu landinu.

Ekki mikið meira er vitað enn sem komið er, en Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur þó gefið út tilkynningu þar sem kallað er eftir að Mohamed Bazoum, forseti Níger, verði leystur úr haldi tafarlaust.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí